Nú eru 28 virk COVID-19 smit á landinu.
Í gær greindust fjögur ný COVID-19 smit. Niðurstöðu eru beðið úr einu sýni. Í samtali við Fréttablaðið segir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarna, að aðeins einn þeirra þriggja sem greindust hafi verið í sóttkví.
„Af þessum fjórum smitum þá var einn í sóttkví í tengslum við hópsmitið, eitt smitið tengjum við við erlendan ferðamann en tvö vitum við ekkert um,“ segir Jóhann. Sýni smitanna tveggja, sem er ekki vitað hvaðan komu, eru nú í raðgreiningu, að því er fram kemur í Fréttablaðinu. Alls eru 201 manns komnir í sóttkví.
Talsverðar líkur eru á hertum samkomutakmörkunum á næstu dögum.