Fimmtudagur 26. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Smokkasala dregist saman í samkomubanni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forsvarsmenn fyrirsækisins Durex segja sölu á smokkum hafa dregist saman á heimsvísu síðan samgöngu- og útgöngubann var sett á víða um heim vegna kórónaveirufaraldursins.

Forstjóri Reckitt Benckiser, móðurfyrirtækis Durex, segir smokkasölu hafa minnkað gríðarlega undanfarið þar sem veirufaraldurinn hefur valið því að margt fólk getur ekki stundað kynlíf eins oft og það er vant að gera. Um þetta er fjallað á The Guardian.

Hann sagði söluna hafa t.d. minnkað áberandi mikið á Ítalíu og á Bretlandi þar sem fólk getur með engu móti stundað einnar nætur gaman.

Einnig segir hann margt fólk finna fyrir auknum kvíða og álagi vegna útbreiðslu COVID-19 sem veldur því að fólk sem er í sambandi hefur ef til vill minni áhuga á kynlífi en ella.

Hann reiknar með að smokkasalan komist aftur í fyrra horf þegar sótt­varnaaðgerðum verður aflétt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -