Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-10.2 C
Reykjavik

Þeim fjölgar sem snappa undir stýri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölgað hefur í hópi framhaldsskólanema sem nota Snapchat undir stýri, miðaða við árið 2016, samkvæmt rannsókn sem tryggingarfélagið Sjóva lét framkvæma. Sömu sögu má segja um þá sem leita upplýsinga á netinu samhliða því að keyra. Þó kemur fram að fækkað hefur í hópi þeirra sem almennt nota síma undir stýri og færri senda eða skrifa skilaboð á meðan þau keyra.

Það er Rannsóknir og greining við Háskóla Reykjavíkur sem framkvæmir könnunina fyrir Sjóvá. Sam­bæri­leg rann­sókn var unnin árið 2016. Árið 2016 svöruðu 83% nem­enda að þeir notuðu sím­ann stundum eða oftar undir stýri, árið 2018 lækkaði þessi tala niður í 79%. Hlutfall þeirra sem nota símtæki undir stýri er því nokkuð hátt.

„Þó að notk­unin sé enn þá mikil þá erum við í fyrsta skipti að sjá notk­un­ina drag­ast saman. Það voru til að mynda 14% fleiri nem­endur sem sögðust aldrei tala í sím­ann án hand­frjáls búnaðar nú en árið 2016. 6% fleiri segj­ast þá aldrei senda eða svara skilaboðum undir stýri en fyrir þremur árum,“ segir í færslu á vef Sjóvá vegna málsins.

„Það er vissu­lega gott að við séum að sjá ein­hverja já­kvæða þróun í þessum efnum,“ segir Karlotta Hall­dórs­dóttir, verkefnisstjóri for­varna hjá Sjóvá. „Það hvetur okkur áfram í bar­átt­unni gegn sím­anotkun undir stýri. Um leið og það er ánægju­legt að sjá að for­varn­ar­starf og aukin umræða sé að skila ár­angri þá getum við öku­menn hins vegar gert mun betur og við verðum að halda áfram að bæta okkur. Ein­fald­ast og ör­ugg­ast er að sleppa bara al­veg að nota sím­ann í um­ferðinni, þannig tryggjum við okkar eigið ör­yggi og annarra sem best.“

Rann­sóknin var unnin af Rann­sóknum og grein­ingu við Há­skól­ann í Reykja­vík og náði til allra fram­halds­skóla­nema á land­inu. Sam­bæri­leg rann­sókn var unnin árið 2016.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -