Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Snappar um brjóstastækkun: „Ég hef alltaf verið með lítil og nett brjóst“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sunna Ýr Perry er 23ja ára gömul og vinnur í líkamsræktarstöð World Class. Hún átti sitt fyrsta barn í júlí á síðasta ári og eignaðist nýverið kærasta. Hún er virk á Snapchat undir nafninu sunna.perry þar sem hún talar mjög opinskátt um líf sitt, meðal annars um brjóstastækkunaraðgerð sem hún er á leiðinni í næstkomandi miðvikudag.

Brjóstin stækkuðu við brjóstagjöf

Sunna stundir líkamsrækt af kappi.

„Ég byrjaði að íhuga stækkun eftir að ég átti barn, þá stækkuðu brjóstin töluvert á meðan brjóstagjöf stóð og minnkuðu svo aftur. Ég hef alltaf verið með lítil og nett brjóst, sem hefur svo sem aldrei verið neitt vandamál. Ég hef aldrei verið óörugg með þau en eftir að hafa upplifað þau stærri, þá langar mig í stærri. Ég er með breiðar mjaðmir, mittismjó og herðabreið og langar að jafna línurnar,“ segir Sunna aðspurð um af hverju hún ætli að leggjast undir hnífinn. Aðgerðin leggst vel í hana.

„Ég er mjög spennt en ekkert rosalega kvíðin og stressuð samt því ég hugsa bara um það að ég hafi átt barn deyfingarlaust og það var mesti sársauki sem ég hef upplifað og við tóku dagar að jafna sig. Ég komst í gegnum það og þá hlýt ég að þola þetta auðveldlega,“ segir Sunna og brosir.

Stelpur fela að þær hafi farið í stækkun

Sunna ætlar að leyfa fylgjendum sínum á Snapchat að fylgjast með undirbúningi fyrir aðgerðina og líka bataferlinu. Hún leggur mikið upp úr því að tala opinskátt um hlutina.

„Ég hef verið að snappa opinbert í smá tíma. Ég hef verið frekar opin við minn fylgjendahóp og mér finnst stelpur of mikið fela það að þær hafi farið í stækkun, svo ég ákvað að opna umræðuna en þó aðallega til að fræða fólk. Mjög margar konur sem vilja sjálfar fara hafa þakkað mér fyrir að segja frá þessu, tala um ferlið og svona,“ segir Sunna, sem talar ekki eingöngu um aðgerðina á samfélagsmiðlinum.

A post shared by SUNNA ÝR PERRY (@sunnap94) on

- Auglýsing -

„Ég er aðallega að sýna frá mínu dagsdaglega lífi. Ég stunda mikla líkamsrækt og borða hollt þannig ég sýni frá því og einnig barninu mínu. Ég er smá sprelligosi svo ég held öllu á jákvæðum og hressum nótum. Ég leyfi síðan fólki líka að fylgjast með stóru hlutunum í lífinu mínu, ég keppti í módel fitness 2016 og sýndi frá öllu því ferli, svo snappaði ég út alla meðgönguna mína og eftir fæðingu og svona, og núna aðgerðin.“

Nokkurs konar áhrifavaldur

Sunna segist finna fyrir meðbyr á Snapchat og segir viðbrögðin við einlægni sinni hafa verið góð.

„Ég hef bara fengið góð og falleg skilaboð. Varðandi aðgerðina þá hef ég fengið gríðarlega góð viðbrögð, mikið spurt út í lækninn sem ég fer til, kostnað, batatíma og fleira,“ segir Sunna, en líklegast er það ekki of sögum sagt að hún sé áhrifavaldur í dag.

Sunna sýnir frá sínu daglega lífi á Snapchat.

„Ég er orðin nokkurs konar áhrifavaldur ef svo má segja, þar sem ég er bæði bloggari á bloggsíðunni glam.is, búin að vera í snappa í dágóðan tíma og fylgjendahópurinn stærri en gengur og gerist hjá öðrum. Einnig er ég með ágætt fylgi á Instagram og ég hef verið að taka að mér auglýsingar og fleira sem er í takt við mína samfélagsmiðla, eitthvað sem hentar mér og mínum fylgjendum.“

- Auglýsing -

En hvað tekur svo við eftir brjóstastækkunaraðgerðina?

„Eftir aðgerðina tekur við bati. Ég mun leyfa fólki að fylgjast með hversu fljót eða lengi ég verð að jafna mig, hvenær ég get byrjað að halda á barninu mínu aftur og svo hvenær ég get byrjað að æfa aftur. Einnig byrja ég að vinna í enda mánaðarins og ég gef mér um það bil tvær vikur til að ná bata áður en ég fer aftur að vinna.“

Texti / Lilja Katrín
[email protected]
Myndir / Úr einkasafni

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -