Flugsamgöngur raskast í dag vegna óveðurs sem er að ná hámarki núna með morgninum.
Kemur fram að gul veðurviðvörun Veðurstofu Íslands á suðvestanverðu landinu hefur verið breytt í appelsínugula viðvörun, og þó nokkrum flugferðum til Keflavíkurflugvallar hefur verið aflýst sem og í það minnsta sex öðrum brottförum.
Afar Kröpp lægð gengur nú yfir suðvestanvert landið; hefur Veðurstofa Íslands nú gefið út appelsínugula viðvörun á svæðinu.
Búist er við all snarpri suðvestan- og vestanátt – allt að 28 metrum á sekúndu, dimmum éljum sem og afar slæmu skyggni.
Hvassviðri verður syðst á landinu, en ófært er á Holtavörðuheiði og Steingrímsfjarðarheiði, og þá er sömuleiðis ófært er um Krýsuvíkurveg.
Varað er við hálku á Reykjanesbraut og talsverð snjóþekja er á Hellisheiði.