Egill Helgason, sá rótgróni spjallþáttastjórnandi og einn helsti gæðingur Ríkisútvarpsins, hefur á sér það orð að hleypa helst ekki öðrum að þáttum sínum en þeim sem njóta velþóknunar hans og nánustu klíku. Í síðasta Silfri vetrarins voru kallaðir til stjórnmálaleiðtogar þeirra flokka sem sitja á þingi til að halda einskonar framboðsræður. Fulltrúar þeirra flokka sem þegar hafa boðað framboð sitt fengu ekki inni. Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, var ósáttur með sniðgönguna. Einnig lenti Guðmundur Fraklín Jónsson, leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, utangarðs hjá umræðustjóranum …