Útvarpsmaðurinn Heimir Karlsson á gjarnan góða spretti á Bylgjunni þar sem hann hefur starfað svo lengi sem elstu menn muna. Hann á það til að stíga út úr dægurþrasinu og leggja í stærri viðtöl. Þannig var það um þessi jól þegar Heiimir birti sannkallað drottningarviðtal við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Þeir félagar ræddu um barnæsku Bjarna og flekklausan uppvöxt. Viðtalið við Bjarna birtist í skugga þess að ráðherrann var gómaður fyrr sóttvarnabrot í Ásmundarsafni. Einhverjir undruðust að ekki var orð um afglöp hans í viðtalinu og læddist að sá grunur að þarna væri hvítþvottur á ferð. Málið er þó alls ekki þannig vaxið heldur var viðtalið tekið upp áður en ráðherrann hrasaði á sóttvarnasvellinu. En snilld Heimis var að vera með viðtalið á hárréttum tíma, þráðbeint ofan í fjölmiðlafárið …