Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Snjóflóð og sinueldur: Jón í Smiðsgerði slapp með skrekkinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Snjóflóðahætta er enn víða  um land. Hús við Ólafstún á Flateyri hafa verið  rýmd og íbúum gert að leita skjóls annað. Þá hefur atvinnuhúsnæði við Skutulsbraut á Ísafirði verið skilgreint sem hættusvæði og nokkrum íbúum á Siglufirði gert að yfirgefa hús sín. Í nótt féll snjóflóð á Hnífsdalsveg milli Ísafjarðar og Hnífsdals og er vegurinn lokaður. Fjallvegir um allt land eru víða ófærir og fólk innlyksa. Snjóflóð féll í gærmorgun úr Kolbeinsstaðarhnúk í Skagafirði í nótt og hreif með sér sér bárujárnsskúr. Flóðið fór skammt frá bænum Smiðsgerði. Talið er að flóð hafi fallið mun víðar en það skýrist í birtingu. Jón Árni Friðjóns­son íbúi í Smiðsgerði sagði við mbl.is að hann hefði ekki hafa náð að skoða aðstæður vegna skafrenn­ing­s og lítils skyggnis.

Það  er til dæmis um andstæðurnar á landi elds og ísa að á sama tíma og snjór og frost plagar landsmenn þá var kallað út slökkvilið í Reykjavík vegna elds í Úlfarsárdal sem að vísu var fljótslökktur.

Spáð er áframhaldandi norðanátt fram eftir næstu viku. Vonir standa til að hægt verði að opna helstu leiðir fljótlega en það ræðst af veðri og ofankomu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -