Ofsaveður gengur nú yfir landið og er óvissustig vegna sjóflóðahættu á Vestfjörðum.
„Á Vestfjörðum er spáð austanroki eða ofsaveðri í kvöld, 21. feb., og nótt með talsverðri eða mikilli snjókomu. Töluverður snjór er nú þegar á svæðinu og hefur skafið mikið í hvössum austanáttum síðustu daga. Minniháttar snjóflóð féll á Patreksfirði aðfaranótt sunnudags, ofan við varnargarð í byggingu, og minniháttar snjóflóð féllu einnig í Skutulsfirði um helgina. Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum. Náið verður fylgst með aðstæðum,“ segir á vef Veðurstofu Íslands.
Veginum um Súðavíkurhlíð og Flateyrarvegi verður lokað í kvöld klukkan tíu vegna snjóflóðahættu.
„Veginum um Súðavíkurhlíð og Flateyrarvegi verður lokað í kvöld, 21. feb kl. 22:00, vegna snjóflóðahættu.
Fyrir þá sem mögulega gætu komið til Súðavíkur eftir þann tíma og þurfa húsaskjól í nótt er þeim bent á að hringja í 112 og biðja um samband við lögregluna á Ísafirði, sem þá myndi leiðbeina viðkomandi,„ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.
Flestum vegum á Suðvesturlandi hefur verið lokað en Reykjanesbraut er enn opin, þó eru 38 m/s og krap á vegum.