Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og vegum lokað um allt land

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ofsaveður gengur nú yfir landið og er óvissustig vegna sjóflóðahættu á Vestfjörðum.

„Á Vestfjörðum er spáð austanroki eða ofsaveðri í kvöld, 21. feb., og nótt með talsverðri eða mikilli snjókomu. Töluverður snjór er nú þegar á svæðinu og hefur skafið mikið í hvössum austanáttum síðustu daga. Minniháttar snjóflóð féll á Patreksfirði aðfaranótt sunnudags, ofan við varnargarð í byggingu, og minniháttar snjóflóð féllu einnig í Skutulsfirði um helgina. Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum. Náið verður fylgst með aðstæðum,“ segir á vef Veðurstofu Íslands.

Veginum um Súðavíkurhlíð og Flateyrarvegi verður lokað í kvöld klukkan tíu vegna snjóflóðahættu.

„Veginum um Súðavíkurhlíð og Flateyrarvegi verður lokað í kvöld, 21. feb kl. 22:00, vegna snjóflóðahættu.

Fyrir þá sem mögulega gætu komið til Súðavíkur eftir þann tíma og þurfa húsaskjól í nótt er þeim bent á að hringja í 112 og biðja um samband við lögregluna á Ísafirði, sem þá myndi leiðbeina viðkomandi,„ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Flestum vegum á Suðvesturlandi hefur verið lokað en Reykjanesbraut er enn opin, þó eru 38 m/s og krap á vegum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -