Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Snjóflóðið í Esju – Þrír fluttir á Landsspítala

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Klukkan 12:32 barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að þrír menn hefðu lent í snjóflóði við Móskarðshnjúka og einn þeirra hefði grafist undir flóðinu. Fjölmennt lið viðbragðsaðila frá lögreglu, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Slysavarnafélaginu Landsbjörg hélt þegar vettvang, auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út.

Klukkan 14:25 fannst sá sem grófst undir og var hann fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Hinir tveir voru fluttir með sjúkrabifreið á Landspítalann. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill taka fram að mjög mikil snjóflóðahætta er á áðurnefndum slóðum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -