Snjóskriða af húsþaki slasaði vegfarendur í miðborginni í hlákunni í gær. Tveir fengu minniháttar áverka í andliti. Lögregla taldi ekki ástæðu til þess að flytja þá á bráðamóttöku.
Ofurölvi einstaklingur truflaði tólk á veitingastað í austurborginni. Hann lét ekki segjast og var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Þar fær hann að dúsa þar til rennur af honum.
Búðaþjófur var gripinn við iðju sína. Hann var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Nokkuð var um ölvaða og dópaða ökumenn á höfuðborgarsvæðinu.