Félag í eigu Snorra Marteinssonar, Smart ráðgjöf ehf., hefur samkvæmt mbl.is stefnt Hlöllabátum fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur.
Kemur fram að fyrirtaka í málinu var þann 15. desember.
Snorri staðfesti við Morgunblaðið að deilan snerist um fjárkröfu; vildi að öðru leyti ekki tjá sig.
Snorri er fyrrum framkvæmdastjóri Hamborgarafabrikkunnar; var hluthafi í fyrirtækinu um tíma.
Snorri hefur auk þess meðal annars komið að rekstri Keiluhallarinnar í Egilshöll og skemmtigarðsins í Smáralind.
Í dag eru Hlöllabátar ehf. í eigu Óla Vals Steindórssonar; félagið var í sameiginlegri eigu hans og Sigmars Vilhjálmssonar – Simma Vil – þangað til í janúar á þessu ári; þá var félaginu skipt upp.