Laugardagur 4. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

SÖFNUN – Alma ofsótt af eltihrelli í áratug: „Ekkert sem bætir svona hræðilegan verknað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Stelpan hefur mátt þola hreint út sagt helvíti síðustu árin frá eltihrelli. Hún hefur þurft að leita sér aðstoðar hjá geðlækni og gerði það í þágu skaðabótarmáls því þetta er búið að leggjast ansi þungt á hennar andlegu hlið. Henni var hafnað um skaðabætur hjá ríkinu fyrir þá aðstoð því það er ekkert í lögum sem bætir upp svona hræðilegan verknað, því hann hefur aldrei lagt á hana hendur.

Hún situr því uppi með 250 þúsund króna reikning sem hún þarf að greiða sjálf. Hún er einstæð móðir og hefur ekki getað unnið uppá síðkastið vegna þessa manns og hvað hann er búinn að gera henni andlega.

Því leitum við til ykkar kæru systur og óskum eftir aðstoð fyrir þessa ungu, duglegu, hjartahlýju stelpu sem er alltaf tilbúin að gera allt fyrir aðra. Margt smátt gerir eitt stórt og mun svo sannarlega létta aðeins á áhyggjum hennar.”

Svo segir í færslu sem vinkonur Ölmu Torfadóttur, ungrar móður frá Akranesi, settu inn á Facebook síðuna Góða systir. Alma segir sláandi sögu sína í þáttunum Ofsóknir sem sýndir eru á Stöð 2.

Hún var 18 ára þegar ofsóknirnar hófust. Hún vann þá hjá olíufélaginu Olís þar sem maðurinn vandi komur sínar. Smám saman virðist sú hugmynd hafa fest rætur hjá manningum að hann stæði í sambandi við Ölmu og hófst þar með áratugs löng saga ofsókna sem allar ganga út á þessa þráhyggju mannsins.

Lifir í stöðugum ótta

- Auglýsing -

Maðurinn hefur sent henni þúsundir textaskilaboða, setið fyrir utan íbúð hennar og elt á milli bæjarfélaga. Hann hefur einnig margoft áreitt fjölskyldu hennar og barnsfaðir. Foreldar hennar segja hana ekkert eiga eftir lengur, hún lifi í stöðugum ótta. „Þetta er auðvitað hræðilegt fyrir son hennar, hann elst upp í ótta, mamma er stöðugt hrædd. Þetta er búið að rústa öllu fjölskyldulífi,” segir móðir hennar í þættinum.

Alma hefur þrisvar sinnum fengið dæmt nálgunarbann á manninn sem virðir þau ekki en lítið virðist vera hægt að gera því lagaramminn er óskýr þegar kemur að eltihrellum og getur lögregla lítið gert þegar ekki er um líkamlegt ofbeldi er að ræða. „Afleiðingarnar eru engar fyrir hann,” segir Alma.

Það er svo lítið eftir

- Auglýsing -

Alma stríðir við þunglyndi, kvíða og áfallstreituröskun. „Mig langar í skóla og hef reynt það en einbeitingin er ekki til staðar. Ég get ekki unnið og er hætt að borða og sofa. Ef þú ert búin að lama manneskju andlega er svo lítið eftir. Ég er föst, alltaf í varnarstöðu, alltaf að bíða eftir einhverju.”

Alma óttast um líf sitt. „Ef eitthvað klikkar í honum á ég engann séns, hann er miklu stærri og sterkari en ég. Ég trúi því að hann muni klikka einn daginn“, segir Alma Torfadóttir.

Foreldrar og systir mannsins sem um er rætt óskuðu eftir að koma því á framfæri við þáttinn Ofsóknir að viðkomandi hafi ítrekað leitað sér aðstoðar. Samfélagið hafi hins vegar brugðist honum og að úrvinnsla málsins hafi reynst honum þungbær.

Ef þú vilt hjálpa Ölmu í neyð hennar þá getur þú gert það hér:

Reikningur: 0370-22-018938

Kennitala: 290481-2959

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -