Mannlífi barst frétt af komu fjölskyldu til Íslands frá Úkraínu vegna innrásar Rússa á Úkraínu. Olena sem kom til landsins árið 2012 frá Úkraínu og hefur komið sér vel fyrir á Íslandi hefur tekið á móti fjölskyldunni. Hún hefur í kjölfarið sett af stað söfnun, hægt er að sjá styrktarsíðu hér að neðan.
Jón Einarsson skrifarfyrir hönd Olenu og Önnu.
„Ég er að skrifa fyrir hönd lítillar fjölskyldu frá Úkraníu sem flest komu til landsins fyrir nokkru síðan. Olena kom til landsins 2012 og varð íslenskur ríkisborgari 2012. Dóttir hennar, Anna, kom svo árið 2014 og er núna heimavinnandi með eins árs dóttur sína og eiginmanns hennar Vlayslav. Raisa, móðir Olenu, kom svo til landsins síðasta haust. Svitlana móðir Vladyslav náði að flýja stríðið og kom til landsins 1. mars síðastliðinn. Olena og Vladyslav starfa hjá Costco.
Það eru ýmsar tilfinningar sem bærast með þeim sem eru fæddir í Úkraníu og hafa alist þar upp öll eða mest öll sín ár. Samviskubitið sem felst í því að vera hér í örygginu á Íslandi og taka ekki þátt í stríðinu með beinum hætti er svo sannarlega fyrir hendi, þá má finna biturð margra sem eru að berjast fyrir landinu gagnvart þeim sem hafa flúið og angist þeirra sem sem eru að reyna að skapa sér líf í fjarlægu landi en upplifa ástandið með augum ættingja og vina sem enn eru þarna. Frá morgni til kvölds er stöðugt reynt að vera í sambandi við ættingja og vini, það er einnig mjög erfitt að fylgjast ekki með fréttum í öllum sínum vökutíma þess á milli. Sjálfsásökun þeirrar sem náð að flýja er sár og nagandi, sem bætist ofan á hræðsluna við að hafa þurft að skilja allt eftir í heimalandinu og hefja nýtt líf á framandi slóðum með tilheyrandi óvissu.
Saga Rússlands og Úkraníu er samtvinnuð og það búa margir einstaklingar hvorrar þjóðar hinum megin landamæranna og eiga þar vini og fjölskyldu. Ennfremur eru rússneskir vinir sem hafa fórnað eigum sínum í Rússlandi við mótmæli gegn rússneskum yfirvöldum. Það eru sögur af sárum vinslitum og einnig fallegar sögur af rússneskum vinum sem hafa lagt mikið í sölurnar til að aðstoða vini sína frá Úkraníu. Anna og Olena eru reiðubúnar að deila þessari hlið stríðsins með ykkur, þeirri hlið sem er ekki í meginstraumi fréttanna.
Olena hefur sett upp facebook síðu, þar sem tilgangurinn er að aðstoða einstaklinga með beinum framlögum hvað snertir mat, lyf og fargjald yfir landamæri. Það eru engar verulegar fjárhæðir lagðar fram til stakra einstaklinga eða fjölskyldna, heldur er markmiðið að hjálpa sem flestum. Það er ekki hægt að hjálpa öllum, en það er hægt að hjálpa sumum. Gerð verður grein fyrir öllum millifærslum á facebook síðunni og endurskoðandi mun fara yfir að fjárframlög hafi verið millifærð á nafngreinda einstaklinga. Olena og Anna vilja gjarnan fá að kynna síðuna samhliða viðtali, hafið þið áhuga á slíku. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er stríð ekkert annað en hörmungar þeirra sem lifa það og saga þeirra, það er sú saga sem of sjaldan er sögð.
Hér er styrktarsíðan:
https://www.facebook.com/zablocka2772
Hér eru facebook síður Önnu og Olena:
https://www.facebook.com/zablocka27
https://www.facebook.com/annadymaretska
F.h. Olenu og Önnu,
Jón Einarsson
https://www.facebook.com/joneina/“