Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

„Sögðust kunna að gera þetta vel og fallega sitjum eftir með skemmda glugga og brotin granít“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hólmfríður nokkur varar fólk við inni á  Facebook hópnum: Vinna með litlum fyrirvara, að það skuli alltaf biðja um meðmæli. Sjálf hefur hún greinilega lent í fúskara sem ekki hafa fylgt meðmæli með.

Hólmfríður segir í stöðuuppfærslu sinni: „Mig langar til að vara við því að fá hvern sem auglýsir sig sem góðan aðila í að klára fyrir fólk verk sem á að vera VEL gert. Ég fékk verktaka til að skipta um glugga og hurðar fyrir okkur. Þeir sögðust kunna að gera þetta vel og fallega. Við sitjum eftir með skemmda glugga, brotin granít og fleira. Passið bara að fá góð meðmæli“. Hún setur inn myndir af frágangnum og myndband sem má sjá hér.

 

Ekki var verk þetta vel unnið. Mynd: Facebook
Borgar sig alltaf að fá lærða fagmenn í svona verk. Mynd: Facebook
Hafa skilið eftir sig skemmdir í þokkabót. Mynd: Facebook

 

Þetta er langt því frá fyrsta svona stöðuuppfærslan sem sést inn á þessum hóp. Margir vilja meina það að þetta fái fólk fyrir það að reyna að fá hvern sem er og jafnvel ófaglærða einstaklinga til þess að vinna verk, einungis til þess að spara sér aurinn. Þegar fólk svo lendir í svona vinnubrögðum er sparnaðurinn enginn nema síður sé vegna þess að það þarf að ráða aðra aðila til þess að lagfæra mistök fyrri aðila.

Viðbrögð hópsins láta ekki á sér standa og mikið er kallað eftir því verk hvers eða hverra séu hér á ferðinni, þó fæst ekkert svar við því. Elmar segir: Þetta vatnsbretti undir glugganum er ekki granít- þétta er portúgölsk sandskífa og mjög auðvelt að slípa með fínum sandpappír og bera síðan steypugljáa á og verður súper fín á eftir . að öðru leyti sé ég á myndum að ekki hefur verið settur gunnur undir kítti og það rifið sig laust og innan hús frágangi á gluggaísetningu er ekki lokið. en fólk sem lætur ófaglærða aðilja gera verkefni fyrir sig – því þeir eru svo ódýrir situr oft uppi með svona útkomu því miður.  Gauja segir að það eigi aldrei að greiða verkið fyrir fram: Aldrei að borga fyrir fram. Yfirleitt eru verktakar í reikning hjá viðkomandi heildsölum ,þannig þeir þurfa ekki að staðgreiða. Og aldrei greiða allt fyrr en verk er búið og þú sátt við frágang.

- Auglýsing -

Þetta missir marks ef ekki er upplýst hver skilaði þessum vinnubrögðum, aldrei að borga firr en búið er að vinna verkið og taka út, segir Jakob og hefur mikið til síns máls. Árni spyr: „Hvaða aðilar voru þetta svo fólk geti forðast þá og verslað við okkur hina sem erum með allt á hreinu og gerum hlutina eins og við eigum þá“ og Hjörtur svarar Árna og er talsvert fyndinn: 2 rónar ehf.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -