Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Sögulegar breytingar í kortunum: Kína ekki lengur fjölmennasta ríki heims

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kína verður ekki lengur fjölmennasta ríki heims innan áratugar, samkvæmt nýrri mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna. Miklar breytingar munu eiga sér stað í mannfjöldaþróun á næstu árum og áratugum.

Samkvæmt spánni mun Indland taka fram úr Kína og verða fjölmennasta ríki heims árið 2027, samkvæmt spánni. Ef af verður er um heimssögulegan atburð að ræða því Kína hefur verið fjölmennasta ríki heims í margar aldir.

Í dag eru Kínverjar 1,4 milljarðar talsins og Indverjar 1,3 milljarðar. Samanlagt býr 37 prósent jarðarbúa í þessum tveimur ríkjum. Sameinuðu þjóðirnar gera hins vegar ráð fyrir að Indverjar verði orðnir fjölmennari innan átta ára.

Bilið á milli þjóðanna mun svo halda áfram að vaxa næstu áratugi og er gert ráð fyrir að árið 2050 verði Indverjar 1,5 milljarðar talsins og Kínverjar 1,1 milljarður. Það þrátt fyrir að stjórnvöld í Kína hafi gripið til aðgerða við að stemma stigu við fólksfækkun, svo sem með afnámi eins barns reglunnar.

En það eru víða breytingar í kortunum. Árið 2050 er því spáð að mannkynið telji 9,7 milljarða einstaklinga. Í dag eru íbúar jarðar 7,7 milljarðar en fyrir einungis 65 árum voru þeir 2,6 milljarðar.

Á þessu tímabili mun Nígería taka fram úr Bandaríkjunum og verða þriðja fjölmennasta ríki heims með um 733 milljón íbúa. Íbúar Bandaríkjanna verða þá 434 milljónir. Pakistan verður áfram í fimmta sætinu.

Íbúum mun fjölga hraðast í fátækustu ríkjum heims á meðan efnameiri lönd munu þurfa að glíma við fólksfækkun. Helmingur fjölgunarinnar verður til kominn í Indlandi, Nígeríu, Pakistan, Kongó, Eþíópíu, Tansaníu, Indónesíu, Egyptalandi og Bandaríkjunum. Aftur á móti mun íbúum í 55 ríkjum fækka um að minnsta kosti 1 prósent.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -