Mánudagur 27. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Sögulegir skór Elísabetar í nýrri útgáfu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Glæsilegir skór sem Elísabet Bretlandsdrottning klæddist þegar hún tók við bresku krúnunni þann 2. júní 1953 hafa nú verið endurhannaðir og settir á markað á nýjan leik.

Gylltu skórnir sem Elísabet klæddist við krýningarathöfnina voru úr smiðju franska skóhönnuðarins Roger Henri Vivier (1907 – 1998). Hann sagði skóna eiga að vera „skartgripi fyrir fæturna“. Núna, 67 árum síðar, eru skórnir komnir aftur á markað.

Elísabet klæddist skóm úr smiðju Roger Henri Vivier við krýningarathöfnina.

Gherardo Felloni er í dag listrænn stjórnandi skómerkisins Roger Vivier. Felloni hefur brennandi áhuga á sögu skótískunnar og þótti tilvalið að endurhanna þessa sögulegu skó. Hann segir gömlu og nýju útgáfuna vera alveg eins en samt svo ólíka. Hann segir nýju útgáfuna vera hannaða fyrir nútímakonuna, skórnir eru léttari er þeir gömlu og með hærri og mjórri hæl.

Parið kostar upphæð sem nemur um 240 þúsund krónur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -