Píratar stærri

Könnunin leiðir í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn er kominn niður fyrir Pírata í fylgi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri má vel við una en flokkur hans, Samfylkingin, er stærsti flokkurinn í Reykjavík með 26,7 prósent fylgi og heldur sínum sjö fulltrúum.
Píratar mælast nú með 10 prósentum meira en í síðustu kosningum og tvöfalda sinn fulltrúafjölda úr tveim í fjóra. Þeir fá þannig jafnmarga fulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn.

Framsóknarflokkurinn er í stórsókn og mælist með 12,4 prósent sem þýðir að Einar Þorsteinsson tekur með sér tvo aðra fulltrúa í borgarstjórn. Sósíalistar mælast inni með tvo fulltrúa. Viðreisn er með einn fulltrúa og Flokkur fólksins heldur sínum fulltrúa. VG er á sama stað með einn fulltrúa. Miðflokkurinn þurrkast út með aðeins 1,7 prósent í fylgi.
Núverandi borgarstjórnarmeirihluti bætir við sig einum manni og fær 13 en minnihlutinn 10 fulltrúa.
Ljóst er að ef kosningarnar fara á þennan veg er staða Bjarna Benediktssonar formanns afar veik og vandséð að hann standi af sér fylgishrunið.