Mánudagur 28. október, 2024
5.1 C
Reykjavik

Sóley til varnar Þórhildi Sunnu: Konum refsað harkalega en karlar saklausir uns sekt er sönnuð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Feðraveldið viðheldur sér með því að fella niður kærur og ásakanir um glæpi karla eins hratt og fljótt og hægt er,” skrifar Sóley Tómasdóttir á Facebook. „[Þeir] gæta þess vandlega að konum sem tala, afhjúpa og gagnrýna sé refsað með öllum tiltækum ráðum.”

 

Tilefnið er niðurstaða forsætisnefndar í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformann Pírata, Þórhildur er talin hafa brotið siðareglur alþingis þegar hún sagði að rökstuddur grunur væri um að þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefði dregið sér fé í tengslum við endurgreiðslur frá þinginu. Þingmaðurinn sem um ræðir er Ásmundur Friðriksson. Þórhildur Sunna lét ummælin falla í Silfrinu á RÚV í febrúar 2018.

„Á undanförnum mánuðum höfum við séð hvernig Þórhildur Sunna, Bára, Hildur og Oddný hafa verið dæmdar og úthrópaðar fyrir óþekkt við ríkjandi valdakerfi,” skrifar Sóley. „Um Klaustursþingmenn, Ásmund ökuþór og langflesta nauðgara landsins gildir aftur á móti að þeir séu saklausir uns sekt er sönnuð.”

„Minn gamli flokkur er ekki hótinu skárri en aðrir í þessum efnum. Auðvitað er forseti Alþingis í stöðu til að brjóta upp hefðir og breyta vinnubrögðum til að skapa sanngjarnara samfélag. En hann nýtir það ekki.” Sóley er fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn.

https://www.mannlif.is/4295

Sjá einnig: Þórhildur Sunna stendur við orð sín um Ásmund Friðriksson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -