Sólveig Anna Jónsdóttir, sá vígreifi formaður Eflingar, er í nokkrum vanda innan verkalýðshreyfingarinnar. Koníaksklúbburinn svonefndi, sá hluti sem vill festu og yfirvegaða samvinnu við atvinnurekendur, er með þá skýru stefnu að halda Sólveigu Önnu niðri og tryggja sem best að friður svífi yfir vötnum. Þetta kom skýrt fram á þingi Starfsgreinasambandsins um liðna helgi þar sem henni var hafnað í stjórnarkjöri þrátt fyrir að yfir 40 prósent félaga í Starfsgreinasambandinu komi frá Eflingu. Náinn samstarfsmaður Sólveigar Önnu, Vilhjálmur Birgisson, verlkalýðsformaður á Akranesi,var kosinn formaður en svo var skellt í lás þegar Sólveig, formaður stærsta stéttarfélagsins, barði að dyrum. Sólveig lýsti yfir óánægju sinni með niðurstöðuna, rétt eins og Vilhjálmur formaður. Það liggur fyrir að Starfsgreinasambandið er klofið og varla til stórræðannna …