Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Sólveig Anna „pínku glöð“ forstjóra ÍSAM fyrir að „afhjúpa sig og sinn þankagang svona rösklega“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

ÍSAM auðvaldið útvegar kennsluefnið í viðvarandi kennslustundina sem við sitjum öll um þessar mundir,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á Facebook vegna tilkynningar ÍSAM um verðhækkanir fyrirtækja í eigu félagsins verði kjarasamningar samþykktir. „Hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar sem hefur verið troðið ofan í okkur eins og kássu búinni til úr grænum baunum, sírópi, franskbrauði, kexi, síld og tannkremi (og argað um leið og við kúgumst: Þetta er víst gott, aumingi!) hefur sem grundvallarlygi að ekkert sé betra fyrir lýðræðið en óheft markaðsfrelsi.“

Fréttablaðið sagði frá því í morgunÍsam, heildsölu og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boði nú verðhækkanir á öllum vörum fyrirtækjanna ef samningar verða samþykktir. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í samtali við RÚV það vera einsdæmi að fyrirtæki boði verðhækkanir ef kjarasamningar verði samþykktir. Björn Snæbjörnsson sagði við Morgunblaðið að hann telji klofning innan raða Samtaka atvinnulífsins og að ákveðin fyrirtæki vilji fella samninginn. „Mér finnst eins og fyr­ir­tæki inn­an Sam­tak at­vinnu­lífs­ins séu að hvetja til þess að kjara­samn­ing­arn­ir séu felld­ir. Það er eins og það sé ákveðinn klofn­ing­ur inn­an sam­tak­anna.“

Sjá einnig: Eins og fyrirtæki séu að „hvetja til þess að kjarasamningarnir séu felldir“

Sólveig segir ekkert jafn andlýðræðislegt og auðvaldið og vill meina að hugmyndir um markaðsfrelsi og lýðræði séu lygi haldið að fólki. „það er gömul saga og glæný. Ætli við verðum ekki bara að vera pínku glöð yfir því að Hermann [Stefánsson] afhjúpar sig og sinn þankagang svona rösklega. Það hlýtur að færa okkur endurnýjaðan baráttuanda og skarpan fókus á það hvers vegna breytingar eru nauðsynlegar í samfélaginu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -