Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Sólveig Anna um gagnrýni Elliða: „Kemur ekkert við þótt einhver hálaunakarl grípi í moppuna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Formaður Eflingar segist ekki skilja hvers vegna sveitastjórinn í Ölfusi beini spjótum sínum að sér í nýlegu viðtali. Að hennar mati ætti hann að verja tímanum í annað. Til dæmis að beita sér fyrir því að fólk fái laun sem allir geti verið sáttir við.

„Ég er formaður í stéttarfélagi verkafólks og láglaunafólks og þekki bara mjög vel hvernig er að vera láglaunakona á íslenskum vinnumarkaði og það að einhver hálaunakarl grípi í moppuna, það kemur mér og mínu félagsfólki bara ekkert við,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um viðtal við Elliða Vignisson, sveitarstjóra í Ölfusi, sem birtist á hafnafrettir.is.

Í umræddu viðtali kemur meðal annars fram að Elliði hafi sjálfur þrifið leikskólann í bænum undanfarið svo hægt sé að veita börnum í forgangshópum þjónustu, en verkfall Eflingarfólks í sveitarfélögum utan Reykjavíkur stendur enn yfir. Er sveitastjórinn þungorður í garð Sólveigar Önnu og segist ekki vita hvort eigi að taka alvarlega fólk eins og hana sem segi sveitarfélögin notfæra sér COVID-19 faraldurinn í samningaviðræðunum. Með greininni fylgir mynd af Elliða að skúra.

„En það er alveg sama hvað hann skúrar mikið, hann mun aldrei skúra burt þá samfélagslegu skömm sem láglaunastefna er.“

Ætti að beina fúkyrðaflauminum annað

Sólveig segir rétt að taka fram að æðstu yfirmenn megi hlaupa í þessi störf, þau í Eflingu fallist á það og með þessu sé Elliði auðvitað að skapa gott myndatækifæri. „En það er alveg sama hvað hann skúrar mikið, hann mun aldrei skúra burt þá samfélagslegu skömm sem láglaunastefna er. Þá skömm sem felst í því að halda niðri stórum hópi kvenna sem halda uppstöðunum uppi og tryggja að samfélagið haldi áfram að virka.“

Hún telur að Elliði ætti frekar að beita sér fyrir því að fólk fái laun sem allir geti verið sáttir við en að beina einhverjum fúkyrðaflaumi í átt að sér. „Já, hann ættir frekar að nota tímann til þess að benda félögum sínum innan sveitarfélaganna á að Efling hafi samið við Reykjavík og ríkið og við séum aðeins að fara fram á sambærilegar leiðréttingar og þar eru gerðar. Það væri nær lagi.“

- Auglýsing -

Höfðu forherst í sinni afstöðu

Satt best að segja kveðst Sólveig Anna ekki skilja hvers vegna Elliði beini spjótum sínum að sér í umræddri grein. Hún segist í raun ekki skilja afstöðu sveitarfélaganna yfirleitt í yfirstandandi samningaviðræðum.

„Ég skil ekki þessa þvermóðsku að neita að ræða við okkur. Að vilja ekki vera í aktívum viðræðum þar sem við reynum að finna lausnir. Þau sögðust til dæmis þurfa að ræða ákveðin mál við sitt bakland og við hittum þau aftur fimm dögum seinna í þeirri trú að hægt yrði að ganga frá málunum, en þá komu þau tilbaka með ekkert í höndunum og höfðu forherst í afstöð sinni. Á meðan þetta gerist fjölgar undanþágubeiðnum, sérstaklega í Kópavogsbæ. Við höfum komið til móts við þær að því leyti að við höfum tryggt að hægt sé að veita þjónustu til viðkvæmra hópa í ljósi stöðunnar sem er komin upp vegna COVID-19.

- Auglýsing -

Þannig að þegar ég segi að sveitarfélögin séu að nota sér ástandið í samningaviðræðunum þá á ég við að mér finnst ótrúleg þessi lítisviðring sem þetta fólk sýnir okkur og láglaunafólkinu sem sinnir þessum störfum.“

Sjokkeruð yfir afstöðu sveitarfélaganna

Sólveig segir að það sé í gangi einhver furðuleg krafa um að Eflingarfólk eigi að veita undanþágur, síendurtekið. „Það er viljaleysi til að vinna í samningsviðræðum og krafa um að láglaunafólk snúi aftur til vinnu samningslaust. Fólk sem er búið að vera án samnings í ár. Ég fæ bara ekki skilið hvernig hægt er að komast að þeirri niðurstöðu.

Ég er sjokkeruð yfir afstöðu sveitarfélaganna. Orka okkar ætti að fara í útkljá þessi mál eins og gert hefur verið í Reykjavík svo að hægt sé að einbeita sér að því stóra verkefni sem við blasir.“

Sjá einning: Elliði segir Sólveigu Önnu ekki lesa í aðstæður: „Sér ekki hættuna“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -