„Störf allra starfsmanna samkvæmt nýjum starfslýsingum og skipulagi undir breyttum ráðningarkjörum hefjast eins fljótt og auðið er. Allir nýir ráðningarsamningar verða tímabundnir til 6 mánaða meðan látið er reyna á nýtt skipulag,“ segir á vef Eflingar. Ljóst er að nýjir starfsmenn koma til með að verða ráðnir tímabundið. Líkt og fjallað hefur verið um sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, öllu starfsfólki Eflingar upp í apríl síðastliðnum. Mikil ólga hefur ríkt innan félagsins í kjölfarið en í yfirlýsingu á vef félagsins kemur fram að nýr framkvæmdastjóri hafi það hlutverk að fylgja eftir breytingum.
„Störf voru auglýst um Páskahelgina og unnið verður að nýráðningum í samstarfi við ráðningarstofu. Auglýst er staða framkvæmdastjóra, en framkvæmdastjóri fær í kjölfarið það verkefni að fylgja eftir þessum breytingum og eftir atvikum gera aðlaganir á þeim.“
„Framkvæmdastjóri eða staðgengill hans upplýsir stjórn í samráði við formann um gang starfa og verkefna undir nýju skipulagi. Vænta má að komi til frekari aðlagana.“