Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Sölvi Tryggvason saklaus af því að misþyma vændiskonu – Sakaður um glæp sem annar maður framdi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það ætlaði allt vitlaust að verða í byrjun maímánaðar fyrir rúmu ári þegar einkaþjálfarinn Ólöf Tara Harðardóttir, sem í dag er einn meðlima Öfga, fjallaði á samfélagsmiðlum um þjóðþekktan einstakling sem átti að hafa keypt sér kynlífsþjónustu og gengið síðan í skrokk á vændiskonunni. Fullyrt var að sá þjóðþekkti hefði verið handtekinn á staðnum og færður í varðhald. Atvikið átti að hafa átt sér stað um miðjan marsmánuð í fyrra. Fleiri áhrifavaldar tjáðu sig um málið í kjölfarið og hart var gengið á fjölmiðla landsins fyrir að þagga málið niður.

Ástæða þess að Ólöf Tara birti færsluna var sú að hún hafði fengið gjörsamlega nóg af þöggun samfélagsins gagnvart kynferðisofbeldi gegn konum hér á landi. Hún nafngreindi engan í færslunni en vísaði til  þess að ofbeldi hins þjóðþekkta væri á allra vörum. Ólöf vildi ekki nafngreina hinn þjóðþekkta einstakling en samkvæmt lýsingum hennar væri viðkomandi afar viðkunnanlegur og með stóran fylgjendahóp á samfélagsmiðlum. Hún hvatti fjölmiðla til að birta fréttir af sögusögnunum sem voru á sveimi í samfélaginu um að þekktur einstaklingur hefði keypt kynlífsþjónustu af vændiskonu og gengið svo í skrokk á henni.

„Ég þurfti að slá stjörnurykið úr augunum á mér þegar ég heyrði af þessu fyrst. Það er mikilvægt að setja andlit á ofbeldi. Þú getur nefnilega verið alveg ótrúlega fokking næs en samt beitt ofbeldi,“ sagði Ólöf.

Síðar kom í ljós að einstaklingurinn í hinum þrálátu sögusögnum var fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason. Þrátt fyrir að hafa ekki verið nafngreindur í fréttum var nafn hans úti um allt í kommentakerfum og á samfélagsmiðlum.  Sölvi steig síðan fram og tjáði sig í eigin hlaðvarpi Þar neitaði hann því að hafa verið handtekinn eða að vera maðurinn sem um ræddi.

Nú hefur Mannlíf fengið það staðfest frá lögreglunni að hinn brotlegi hafi sannarlega verið annar maður. Heimildarmenn innan lögreglunnar staðfesta að glæpurinn hafi sannarlega átt sér stað á þessum tíma, en hinn brotlegi hafi verið annar maður en Sölvi. Metoo-bylgjan sem hófst með sögusögnunum um fjölmiðlamanninn og sú bylgja stendur enn yfir, hófst því á röngum sakargiftum

Maðurinn sem um ræðir var handtekinn og settur í gæsluvarðhald fyrir að ganga í skrokk á vændiskonu á sama tíma og sögur um Sölva fóru á kreik, vorið 2021. Eftir því sem Mannlif kemst næst játaði maðurinn, sem er ekki þjóðþekktur, sök og var í kjölfarið færður í gæsluvarðhald. Dómur í málinu er enn ekki fallinn, en ekki ætti að vera langt í niðurstöðu.

- Auglýsing -

Mannlíf ræddi við lögmann sem um tíma kom að máli hins brotlega, sem snerist um ofbeldi gegn vændiskonu í leiguíbúð í höfuðborginni. Starfs sína vegna getur lögmaðurinn ekki komið fram undir nafni.

„Þessi árás átti sér vissulega stað. Sölvi kom henni bara engu nálægt. Tímasetningin passar og sjónvarvottar hlúðu að konunni. Viðkomandi var handtekinn á vettvangi og úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Eftir því sem ég best veit hefur hann gengist við brotum sínum. Ég er bundinn trúnaði, en mér fannst hrikalegt að fylgjast með atburðarrásinni í fjölmiðlum,” segir lögmaðurinn.

Mannlíf hefur fengið það staðfest frá öruggum heimildum innan lögreglunnar að hún hafi ekki þurft að hafa afskipti af Sölva vegna ofbeldis gegn vændiskonu og að hann hafi aldrei verið handtekinn. Eins og áður sagði var fullyrt á sínum tíma að sá þjóðþekkti hefði verið handtekinn á staðnum og færður í varðhald eftir að vændiskona tilkynnti um ofbeldið. Heimildir Mannlífs innan lögreglunnar herma að í tilviki Sölva snéri dæmið á hinn veginn. Í kjölfar erfiðra sambandsslita við ástkonu, sem hann hafði verið að hitta í nokkra mánuði, hafði Sölvi sjálfur samband við lögregluna að kvöldi 13. mars í fyrra.

- Auglýsing -

Mannlíf hefur einnig rætt við nágranna hins meinta fórnarlambs um umrætt kvöld sem Sölvi hringdi á lögregluna og sögurnar fóru af stað um að hann hefði gengið í skrokk á vændiskonu. „Maðurinn minn bankaði uppá hjá henni þegar Sölvi var í heimsókn, útaf eggjum sem einhver kastaði í gluggann hjá henni fyrr um daginn. Daginn eftir hitti maðurinn minn konuna og hún fer strax að afsaka að lögreglan hafi verið hérna og segir í óspurðum fréttum að hún hafi þurft að hringja á hjálp og lögreglan handtekið Sölva. Ég mætti honum hins vegar kvöldið áður úti á bílaplani, sallarólegum í símanum. Engin merki um að það hafi verið einhver hasar í gangi,“ segir nágranninn.

Dagana eftir að Sölvi hafnaði ofbeldi gegn vændiskonu í hlaðvarpsþætti sínum steig Catalina Ncogo meðal annars fram og fullyrti að hún hefði sannanir gegn Sölva um slíkt ofbeldi. Þær sannanir litu aldrei dagsins ljós. Sölvi gerði hins vegar þátt um Catalinu í Sönnum íslenskum sakamálum”, sem gæti útskýrt hvers vegna Catalina notaði þetta tækifæri til þess að saka Sölva um glæpsamlegt athæfi.

Sölvi hefur hingað til ekkert tjáð sig eftir hlaðvarpsþáttinn umdeilda. Hlaðvarp hans hætti eftir að ásakanirnar fóru á kreik og hefur legið niðri síðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -