Föstudagur 27. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Söngdívan Bonnie Tyler syngur fyrir Íslendinga í sumar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Velska stórsöngkonan Bonnie Tyler er búin að bætast í hóp þeirra listamanna sem troða upp á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fer í Laugardalnum 21. til 24. júní.

Ferillinn hófst árið 1976

Bonnie þarf vart að kynna en fyrsta lagið með henni, My! My! Honeycomb kom út í apríl árið 1976. Lagið náði þó ekki að heilla heiminn og því var meira fé eytt í að kynna annað lag hennar, Lost in France sem var gefið út í september sama ár. Það lag náði miklum vinsældum sem og næsta lag hennar, More Than a Lover, sem Bonnie flutti í þættinum Top of the Pops í lok mars árið 1977. Þrátt fyrir velgengni seinni tveggja laganna náði fyrsta plata hennar, The World Starts Tonight, ekki miklum vinsældum í Evrópu, nema í Svíþjóð þar sem hún náði öðru sæti á vinsældarlistum.

Árið 1978 sló söngkonan í gegn með lagið It’s a Heartache, sem náði bæði vinsældum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Önnur plata hennar, Natural Force, sem gefin var út sama ár náði gullsölu í Bandaríkjunum. Þriðja plata hennar, Diamond Cut, kom út árið eftir og sló rækilega í gegn í Noregi og Svíþjóð. Gagnrýnendur voru ekki eins hrifnir. Sama var uppi á tengingnum með plötuna Goodbye to the Island sem kom út árið 1981 og þá gengu gagnrýnendur svo langt að spá því að ferli Bonnie væri lokið.

Total Eclipse of the Heart

Þessar fjórar fyrstu plötur Bonnie voru gefnar út af RCA plötuútgáfunni og síðan skildu leiðir. Þá vildi Bonnie breyta um stíl og fékk upptökustjórann Jim Steinman í lið með sér, en sá hafði unnið mikið með söngvaranum Meat Loaf. Jim hlustaði á plöturnar hennar og fannst tónlistin ekki góð. Honum leist hins vegar vel á Bonnie og bauð henni í íbúð sína í New York og spilaði fyrir hana lagið Total Eclipse of the Heart, lag sem átti eftir að ná toppi vinsældarlista um heim allan árið 1983. Auk þess fékk Bonnie tvær tilnefningar til Grammy-verðlauna fyrir lagið. Í kjölfarið gaf hún út plötuna Faster Than the Speed of Night sem náði fyrsta sæti í Bretlandi.

- Auglýsing -

Tók þátt í Eurovision

Bonnie hélt áfram að vinna með Jim og platan Secret Dreams and Forbidden Fire kom út árið 1986. Á þeirri plötu má til dæmis heyra lagið Holding Out for a Hero, sem var upprunalega gefið út árið 1984 fyrir kvikmyndina Footloose. Gagnrýnendur voru ekki hrifnir af plötunni en hún gekk mjög vel í Evrópu.

Síðan þá hefur Bonnie átt mikilli velgengni að fagna, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, og voru margir himinlifandi þegar það var tilkynnt að hún myndi keppa fyrir hönd Bretlands í Eurovision árið 2013. Lagið sem Bonnie flutti heitir Believe in Me, en það náði ekki að heilla evrópska sjónvarpsáhorfendur. Það endaði í 19. sæti með 23 stig.

- Auglýsing -

Það verður spennandi að sjá hvaða lög Bonnie býður Íslendingum uppá en ljóst er að hún á mikið og gott safn af slögurum sem sameina fólk í söng.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -