- Auglýsing -
Söngvari Prodigy, Ketih Flint, er látinn, 49 ára að aldri.
Söngvarinn fannst látinn á heimili sínu í Essex í dag. Lögreglan í Essex staðfesti þetta í samtali við breska fjölmiðla en lögreglu barst símtal snemma í morgun vegna málsins. Keith var útskurðaður látinn þegar lögregla kom á vettvang.
Prodigy hefur spilað hér á landi nokkrum sinnum í gegnum tíðina, til dæmis árin 1996 og 1998 í Laugardalshöllinni. Síðast spilaði sveitin á Íslandi árið 2017 á Secret Solstice hátíðinni.
Prodigy var stofnuð árið 1990. Hljómsveitin hefur gefið út sjö plötur.