Íslendingurinn Guðrún Elsa Giljan Kristjánsdóttir er búsett í Kongsberg í Noregi.
Guðrúnu Elsu barst símtal frá syni sínum í gærkvöldi sem sagði henni að það væri maður í borginni með boga og örvar að skjóta á fólk.
Sonur Guðrúnar Elsu hafði verið um hundrað og fimmtíu metra frá hættusvæðinu.
Þá hafi sonur hennar flýtt sér heim um hálftíma eftir að lögrega kom á vettvang.
Nú er þetta að „synca“ inn og það sem er að gerast núna að það er óvissa með skólahald á morgun. Þetta er ekki stór bær,“ sagði Guðrún Elsa en um 26 þúsund manns búa í Kongsberg og telur hún að yfir hundrað þeirra séu Íslendingar. Íbúar bæjarins eru harmi lostnir vegna þessa voðaverks sem enginn átti von á að gæti gerst í svo friðsælu samfélagi.
Þá bætir hún við að rannsóknardeild hryðjuverka sé að rannsaka málið en hluta bæjarins hefur verið lokað. Auk þess hefur fólk verið beðið um að vinna að heiman frá sér.
Guðrún Elsa segist hrædd og áfallið í litla samfélaginu sé mikið. Ekki er vitað hvers vegna árásamaðurinn framdi voðaverkið.
„Maður er bara svo ofboðslega hræddur um að þetta sé eitthvað annað svona Breiviksdæmi,“ sagði Guðrún Elsa í viðtali við Vísi í gærkvöldi.