Föstudagur 17. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Sonur Öldu stunginn margsinnis í miðborginni:  „Það er bara gott að hann er lifandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Það er bara gott að hann er lifandi. Maður er náttúrulega þakklátur fyrir það,“ segir Alda Lárusdóttir um lífshættulega árás sem sonur hennar varð fyrir í miðborginni um helgina.
 
Sonur hennar varð fyrir hrottalegri árás þar sem höggin dundu á honum og hann stunginn sex sinnum í bakið. Alda greindi frá árásinni í færslu á Facebook:

„SOS………SOS……….SOS. Það skelfilega atvik átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur í nótt á Club 203 að minn hjartahlýji, fallegi að innan sem utan, með ótrúlega sterka réttlætiskennd, varð fyrir hrottalegti líkamsáras af tveim strákum af erlendum uppruna. Þeir króuðu hann af, létu höggin dynja á honum,tóku svo upp vopn og stungu barnið mitt 6 sinnum í bakið og gerðu gat á lunga, segir Alda og bætir við:
„Honum var vart hugað líf enn liggur núna á spítala og komin úr lífshættu. Það sem hann gerði sér til saka að þeirra mati var að hann reyndi að stoppa þá þar sem þeir voru að níðast á öþ.öðrum strák – ss hjálpa – Þeim fannst það næg ástæða að taka upp vopn og gera tilraun til manndráps.“
Alda ræddi árásina og tilfinngar sínar við Vísi. Föstudagskvöldið síðastliðið var hrein martröð fyrir hana og son hennar.

„Ég heyrði þetta náttúrulega bara um morguninn. Ég var að keyra, stoppa bílinn, er með móður minni, og svo bara sátum við þarna grenjandi í bílnum í tuttugu mínútur að reyna að melta þetta. Sjokkið var alveg svakalegt,“ segir Alda.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -