Talsverðar tafir urðu á opnun grenndarstöðvar Sorpu á Ánanaustum vegna einstaklings sem var með læti og háreysti við inngang stöðvarinnar.
Það er Vísir sem greindi fyrstur frá.
Kemur fram að allmargir gestir hafi þurft að bíða í röð vegna afskipta lögreglu af einstaklingnum; en hann undir áhrifum.
Atvik þetta átti sér stað skömmu fyrir hádegi er opnar á stöðinni.
Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, segir einstaklinginn hafa verið með poka fulla af flöskum og dósum; því megi leiða að því líkum að hann hafi ætlað að nýta sér þjónustu stöðvarinnar; málið tengist Sorpu ekki að öðru leyti.
Eins og áður hefur fram komið hefur Sorpa þurft að grípa til þess ráðs að ráða öryggisverði við endurvinnslustöðina á Ánanaustum; því óprúttnir aðilar hafi verið að sækjast í verðmæti á stöðina; flöskur, dósir sem og raftæki.