Sophie Grégoire Trudeau, eiginkona Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur greinst með COVID-19.
Þetta kom fram í tilkynningu frá skrifstofu forsætisráðherra í nótt. Þar kom fram að Sophie líði ágætlega.
Fyrr um daginn hafði Justin Trudeau greint frá því að þau hjón og börnin þeirra þrjú væri í sóttkví og biðu eftir niðurstöðum rannsókna. Sjálfur hefur hann ekki fundið fyrir neinum einkennum.
Justin Trudeau og fjölskylda verða í einangrun í 14 daga, hann heldur áfram að sinna vinnunni heiman frá. Hann hefur þá veitt upplýsingar um stöðuna á Twitter.
I have some additional news to share this evening. Unfortunately, the results of Sophie’s COVID-19 test are positive. Therefore, she will be in quarantine for the time being. Her symptoms remain mild and she is taking care of herself and following the advice of our doctor.
— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) March 13, 2020