Fimmtudagur 2. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Sorgir og draumar Dagbjartar Rúriks: ,,Ég var mjög kvíðinn unglingur og leitaði í áfengið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarkonan Dagbjört Rúriksdóttir eða DIA eins og hún kallar sig settist niður í spjall við Mannlíf á dögunum. Þar sagði hún frá sigrum sínum, sorgum og draumum. Tónlistin á hennar hug og hjarta.

Dagbjört gaf út fyrsta lagið sitt árið 2018 en hún byrjaði að semja lög og texta árið 2015.
Ellefta lag Dagbjartar, It‘s in the stars, kemur út 1.október næstkomandi og segir hún það örlítið frábrugðið því sem hún er vön:

,,Það er svolítið svona poppað.‘‘

Dagbjört segir að hún semji lög og texta út frá eigin reynslu og líðan:

,,Ég er mikið meiri sögumaður heldur en lag og texta höfundur,‘‘ segir hún hlæjandi.

Aðspurð hvort hún eigi sér einhverja fyrirmynd í tónlistinni segir hún ekki svo vera. Hún reyni ekki að vera eins og einhver annar heldur bara hún sjálf:

- Auglýsing -

,,Mér hefur stundum verið líkt við Cranberries og Emiliönu Torrini, kannski er ég bara svolítið eins og blanda af þeim,‘‘ bætir Dagbjört við.

Í dag er Dagbjört hamingjusöm og spennt að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Þannig hefur það þó ekki alltaf verið en Dagbjört kynntist áfengi sextán ára gömul:

,,Ég var mjög kvíðinn unglingur og leitaði í áfengið.‘‘

- Auglýsing -

Áföll sem Dagbjört varð fyrir snemma á unglingsárunum komu til með að móta næstu ár í lífi hennar.

Hún segir að drykkjan hafi færst í aukana eftir að hún varð eldri og að hún hafi í kjölfarið byrjað að reykja gras. Virkir dagar hafi einkennst af þráhyggju og bið eftir næstu helgi.
Dagbjört segir að hún hafi byrjað að drekka um níu á föstudögum, og verið byrjuð að nota fíkniefni þegar leið á kvöldið, stundum fram á næsta morgun.

Eftir níu ára helgarneyslu hafi hún rankað við sér og hugsað:

,,Ég er bara orðinn fíkill‘‘

Dagbjört vissi að það væri tvennt í stöðunni, halda áfram á þessari slæmu braut eða fara í AA. Hún tók sporin í gegnum AA og syngur nú í kirkju og er í gospelkór. Dagbjört segist loksins geta gert alla þessa hluti og stefnt að markmiðum vegna þess að hún hafi sagt skilið við neysluna. Fagnar hún tveggja ára edrúmennsku þann 2. desember og brosir út að eyrum.

Dagbjört átti í ástarsambandi við pilt sem glímdi við sömu vandamál og hún, en hún sleit sambandinu á síðasta ári. Hún hafi alltaf haldið í vonina að hann myndi fara sömu leið og hún, verða edrú og lifa góðu lífi vímuefnalaus.

En aðeins mánuði eftir að Dagbjört sleit sambandinu lést pilturinn.
Dagbjört hefur samið þrjú lög sem hún tileinkar honum og er ljóst að hann hafi haft mikil áhrif á hana. Minnist hún hans fallega í lögunum.

Í dag eyðir Dagbjört miklum tíma í stúdíóinu og í skólanum. Hún er í söngnámi og stefnir á leiklistarnám sem henni hefur lengi þótt áhugvert.

Dagbjört segir að af öllum tónlistarmönnum myndi hún helst vilja vinna með Bubba Morthens en henni þyki Bríet og Salka Sól líka frábærar söngkonur.

Dagbjört hefur unun að sjósundi og er mikið náttúrubarn. Þá er fátt sem toppi gott pasta eða naut með bernaise, helst mikið segir hún og hlær.

Hún er þakklát fjölskyldu sinni sem hefur stutt hana í gegnum allt, bæði erfiða og góða tíma. Þá geti hún alltaf treyst á að fá hreinskilið álit bróður síns á tónlistinni.

Aðspurð hver fyrirmynd Dagbjartar sé er því fljótsvarað:

,,Mamma!‘‘

Það verður spennandi að fylgjast með Dagbjörtu. Hún er svo sannarlega ekki hrædd við að elta draumana og lofar nýja lag hennar It‘s in the stars virkilega góðu. Alla tónlist hennar má nálgast á Spotify og Youtube.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -