Mánudagur 20. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Sorgir og sigrar Herra Norðurslóða – Vilhjálmur var þekktasti landkönnuður Íslands

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á fyrstu áratugum þarsíðustu aldar fór landkönnuðurinn og mannfræðingurinn Vilhjálmur Stefánsson í fjölda ferða til norðurskautsins. Það má hikstalaust kalla Vilhjálm einn þekktasta, framsýnast og ástsælasta son þjóðarinnar.

Frumkvöðull og hetja

Þann tíma sem Vilhjálmur dvaldi á norðurslóðum Kanada og Alaska skráði hann í dagbækur sínar ítarlegar lýsingar á samfélögum heimamanna, ferðalögum, veðurfari, dýralífi og landsháttum sem urðu óþrjótandi efni í bækur, greinar og fyrirlestra. Vilhjálmur var talinn frumkvöðull og hetja, oft nefndur Spámaður Norðursins og Herra Norðurslóð enda heimildir hans þær fyrstu um líf frumbyggja norðursins.

Því verður seint neitað að Vilhjálmur hafi átt hvað drýgstan þátt í að kanna ísilagðar norðuslóðir Kanada og Alaska. Hann uppgötvað áður óþekkt landsvæði, lærði tungumál Inúíta, bjó með og aðlagaði sig að siðum þeirra og matarræði Hann skrifaði á þriðja tug bóka og nálægt 400 greinar og ritgerðir um norðurslóðir.  Vilhjálmur var sannkallaður frumkvöðull sem ótal bækur, riterðir og greinar hafa gert greinargóð skil í gegnum árin.

Spornaði gegn þjóðrembu

Mikilvægur þáttur í boðskap hans var að með því að læra af afkomendum kynslóða sem búið höfðu á norðurslóðum í þúsundir ára, og með því að aðlagast umhverfinu og safna þekkingu sem ein kynslóð miðlar annarri, yrðu okkur ljósir möguleikar norðursvæðanna. Vilhjálmur hafði sérstöðu vegna framsýnna viðhorfa, viðleitni hans til að sporna við menningar- og þjóðrembu og gagnrýni hans á yfirgang evrópskrar menningar gagnvart frumbyggjum norðursins.

- Auglýsing -

Þó hafa komið fram heimildir þar sem nokkurn skugga ber á hetjudáðir Vilhjálms. Árið 1913 hóf Vilhjálmur leiðangur ásamt 25 manns á seglskipinu Karluk á norðurslóðir og var spenningur meðal almennings mikill.

Létust úr vosbúð

Veftímaritið Lemúrinn segir skipið hafa fest í hafís og setið pikkfast. Hafi þá Vilhjálmur yfirgefið þá skip sitt og haldið út á ísinn við þriðja mann. Þeir voru á ferðalagi í um 100 daga og veiddu sér til matar með riffli þar til annað skip kom og sigldi með þá heim.

- Auglýsing -

Karluk rak hins vegar með ísnum og feyktist að lokum með honum yfir Beringsund á hafsvæðið á milli Síberíu og Alaska sem nefnist Tjúksí-sjór. Þar brotnaði skipið og sökk í janúar 1914. Fjórir menn náðu til Herald-eyjar en létust þar úr vosbúð. Herald-ey er ísköld eyðieyja norður af Síberíu. Aðrir áhafnarmeðlimir hröktust til Wrangel-eyju og var þeim sem lifðu af hörmungarnar þar bjargað um borð í bandarískt fiskveiðiskip átta mánuðum seinna.

En aftur að Vilhjálmi Stefánssyni. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir örlög Karluks. Mörgum fannst að ekki hefði verið staðið nægilega vel að skipulagningu og undirbúningi leiðangursins, vitað hefði verið að vél skipsins væri léleg og Vilhjálmur gagnrýndur fyrir að yfirgefa menn sína.

Ótrúleg reynsla Ödu – og kattarins

Það var síða árið 1921 sem Vilhjálmur skipulagði nýjan leiðangur og réði fjóra unga menn til leiðangursins sem hann valdi vegna reynslu þeirra og þekkingar á sviði landafræði og vísinda, eins og Lemúrinn greind frá.

Fjórmenningarnir lögðu af stað frá Nome í Alaska og tóku með sér í leiðangurinnn unga inútíakonu, Ödu Blackjack, sem skyldi verða kokkur og saumakona hópsins. Landkönnuðunum ungu og Ödu var svo skutlað með skipi til Wrangel-eyju og voru þau skilin eftir á henni þann 16. september 1921.

En ekki fór sem vonað var. Farangurinn var illa búinn fyrir hitt óblíða veðurfar og leiðangursmenn alls óreyndir. Þegar birgðir kláruðust reyndur þeir að fara á veiðar án árangurs. Sulturinn tók yfir ákváðu þrír manna að ganga rífega þúsund kílómetra leið yfir ísilagt hafið til meginlands Síberíu í leit að mat og aðstoð.

Aldrei heyrðist til þeirra framar. Þeir höfu skilið eftir Ödu Blackjack, unga inútakonu sem var hugsuðu sem kokkur hópsins ásamt áhafnameðliminum Lorne Knight sem var þá þegar fárveikur.

Orðsporið bar hnekki

Knight lést ári 1923 og þjáðist af skyrbjúgi og öðrum kvillum. Til þremenninga hefur ekki nokkuð maður heyrt síðan og er talið að þeir hafi látist á ísnum skammt frá Wrangel-eyju. Vegna reynslu sinnar af norðurslóðum tórði Ada alein á einu kaldasta svæði jarðar í tvö ár og fimm mánuði og það ásamt kettinum sínu. Hún varð heimsfræg fyrir vikið en kunni athyglinni illa, settist að í Alaska og lést þar 85 ára að aldri.

Ada Blackjack

Hið góða orðspor Vilhjálms hafði borið hnekki og var hann sakaður um að senda illa reynda menn í hættufarir á illa útbúnum skipum.

Vilhjálmi til varnar má nefna að þekking Vesturlandabúa á norðuslóðum var lítil sem engin í upphafi 20. aldarinnar og efast fáin sem engir um að Vilhjálmur hafi gert allt hið besta sem kunnátta þess tíma bauð upp á.

Spornaði gegn þjóðrembu

Vilhjálmur hafði sérstöðu vegna framsýnna viðhorfa, viðleitni hans til að sporna við menningar- og þjóðrembu og gagnrýni hans á yfirgang evrópskrar menningar gagnvart frumbyggjum norðursins.

Sögu landkönnuðarins og fræðimannsins Vilhjálms Stefánssonar er ekki lokið, því eins og aðrar góðar sögur á hún sitt eigið líf óháð höfundinum sjálfum.

Enn þann dag í dag fást fræðimenn, rithöfundar og kvikmyndargerðarmenn um allan heim við að fjalla um arfleifð Vilhjálms.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -