Sunnudagur 5. janúar, 2025
-11.2 C
Reykjavik

Sorgleg viðbrögð eftir Danaleik: „Maður á ekki skilið að deyja fyrir að tap­a hand­bolta­leik“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikur Frakklands og Danmerkur verður lengi í minnum hafður. Fyrir leikinn var ljóst að Ísland kæmist í undanúrslit ef Danir sigruðu Frakka.

Svo fór ekki. Danir voru yfir lengstum, en gamla seiglan í Frökkum kom þeim inn í leikinn í blálokin og svo fór að þeir hirtu eins marks sigur og bæði Danir og Frakkar í undanúrslitunum, en við sátum eftir.

En viðbrögð margra Íslendinga eftir tap Dana fóru algjörlega yfir strikið.

Hagkaup frestaði Dönskum dögum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, útbjó tillögu til þingsályktunar þess efnis að danska kórónan yrði fjarlægð af Alþingishúsinu við Austurvöll. Og ýmislegt fleira. Ljóst var að tap Dana fór verulega fyrir brjóstið á mörgum Íslendingnum.

Það sem þó er sýnu verst er, að leikmönnum og þjálfurum danska handboltalandsliðsins bárust mörg ljót skilaboð frá Íslendingum eftir umræddan leik Danmerkur og Frakklands; voru margir hverjir Íslendingar afar ósáttir eftir leikinn, fóru mikinn og létu gamminn geisa á samfélagsmiðlum.

Og því miður gengu einhverjir enn lengra og sendu leikmönnum og þjálfurum danska liðsins hótanir.

- Auglýsing -

Fjöl­miðlafull­trúi danska hand­knatt­leiks­sam­bandsins, Frederik Schmidt, lét hafa eftir sér að ekkert væri til í því að danska liðið hefði tapað leiknum viljandi.

„Ég er ekki hrif­inn af sum­um skila­boðum sem leik­mönn­um og þjálf­arat­eym­inu hafa borist eft­ir leik­inn gegn Frakklandi í gær­kvöldi. Þeir töpuðu ekki vilj­andi. Og nei, maður á ekki skilið að deyja bara vegna þess að maður tap­ar hand­bolta­leik.“

En, já, Frakkland vann, Danmörk tapaði og Ísland logaði.
Til dæmis á Twitter þar sem fólk hraunaði yfir, eins og sagt er, danska liðið og dönsku þjóðina, vegna úrslita leiksins.
GrjóthaltuKjaftiOgFarðuHeimÍÞittFlataLandOgVertuÞarMeðÞittSmørrebrødOgHugsaðuÞinnGang — Krilla
Margt fleira ljótt er að finna um Dani á samfélagsmiðlum, en einnig má lesa þar smá glens og grín, eins og þetta hjá Unu Stef:
„Ég hata Dani svo mikið akkúrat núna að mér finnst Mads Mikkelsen næstum því ljótur.“
Ljóst er að handknattleikslið Íslands kemst ekki í undanúrslit og tíminn mun leiða í ljós hvort tap Dana verður þeim lán í óláni eða ekki.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -