Lögregla fékk tilkynningu klukkan 19.23 í gær um opinn bar í Hafnarfirði, þar voru sóttvarnarlög brotin. Einn starfsmaður var á vakt og sex viðskiptavinir voru á staðnum þegar lögreglu bar að garði. Viðskiptavinum var vísað út og barnum var lokað.
Þess má geta að skemmtistaðir, krár og spilasalir skulu áfram vera lokaðir til 2. júní.
Í dagbók lögreglu um verkefni gærkvöldsins og næturinnar segir þá að lögregla hafi þurft að stöðva þrjá ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum
Tilkynnt var um líkamsárás í Hafnarfirði laust eftir 22 í gærkvöldi. Ráðist hafði verið á ungmenni og þeim veittir áverkar. Málið verður unnið með aðkomu forráðamanna árásarþola og er málið í rannsókn.