Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Spænsk yfirvöld rannsaka 12 milljarða sölu Sjólaskipa til Samherja

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skattayfirvöld á Spáni rannsaka sölu útgerðarfyrirtækis í eigu Íslendinga. Um er að ræða söluverðmæti uppá 75,1 milljón evra eða því sem nemur 12 milljörðum króna. Frá þessu er greint á vef hafnartíðindanna P928 og þar fullyrt að rannsóknin hafi hafist eftir að beiðni barst þess efnis frá Íslandi.

Mannlíf leitaði til embættis Skattrannsóknarstjóra eftir upplýsingum um þá beiðni sem fullyrt er um. Þar fengust engar upplýsingar veittar. „Við getum engu svarað um einstök mál, þar á meðal um möguleg samskipti við erlend skattyfirvöld vegna þeirra,“ segir Gunnar Th. Kristjánsson, staðgengill Skattrannsóknarstjóra ríksins.

Samkvæmt spænska miðlinum fjallar rannsóknin um sölu Sjó­la­skipa á útgerð þess í Afríku til Sam­herja ár­ið 2007 og meintum skattaundanskotum með sölu í gegnum skattaskjól. Fyrirtækið sem til rannsóknar er heitir Uthafsskip Canarias og er í meirihlutaeigu Haraldar Reynis Jónssonar, oftast kenndum við Sjólaskip. Úthafsskip er með tvö vinnslu- og fiskveiðiskip í Las Palmas, höfuðborg Gran Canaria eyjunnar í Kanaríeyjaklasanum, en það var stofnað árið 2008 og sérhæfir sig í sölu á makríl og sardínum. Frá árinu 2010 hefur útgerðarfyrirtækið stundað veiðar við vesturströnd Afríku. Rannsókn málsins á Spáni er ólokið.

Haraldur Reynir er einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip. Hann var ákærður hér á landi fyrir meiriháttar brot á skattalögum, með þeim hætti að vantelja tekjur að upphæð 245 milljónir króna. Það fór að mestu fram í gegnum flutningafyrirtækið Kenora Shipping Co. sem staðsett er á Kýpur. Nafn Haraldar Reynis var að finna í Panamaskjölunum og var hann viðskiptavinur lögmannsstofunnar frægu, Mossack Fonseca.

Embætti héraðssaksóknara gaf út ákærur í fyrra á hendur Sjólaskipasystkininum, Guðmundi Steinari Jónssyni, Ragnheiði Jónu Jónsdóttur og Berglindi Björk Jónsdóttur, auk Haralds, í tengslum við meint skattalagabrot.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -