Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Spánn vinnur Eurovision ef marka má Google

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lönd eins og Ástralía, Spánn, Ítalía, Hvíta-Rússland, Ísrael, Frakkland og Noregur gætu náð langt í Eurovision, ef marka má hve oft er leitað að framlögum þessara landa í leitarvél Google.

Google safnaði þessum leitargögnum einnig í fyrra og náði að sjá fyrir hvaða lönd skipuðu sér í efstu sæti og hver bæri sigur úr býtum, en það var eins og margir vita Portúgalinn Salvador Sobral.

Nú er hægt að glugga í gögn Google fyrir Eurovision-keppnina í ár, sem fer fram í næstu viku. Samkvæmt þeirra gögnum er mest leitað að framlagi Spánar, en það eru þau Amaia og Alfred sem flytja lagið Tu canción fyrir landið sitt. Hinn hvít-rússneski Alekseev með lagið Forever er í öðru sæti og þriðja sætið vermir ítalska lagið Non mi avete fatto niente sem flutt er af Ermal Meta & Fabrizio Moro.

Á botninum á þessum lista er því miður að finna Ara okkar Ólafsson með lagið Our Choice, en einnig Rúmeníu, Georgíu og Svartfjallaland.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Það sem býr á bak við brosið.

Þess má geta að margir af þeim sem leita eru búsettir í löndum sem mega ekki einu sinni kjósa í Eurovision. Þannig eru margir í Papúa Nýju Gíneu og Vanuatu sem leita að hinni áströlsku Jessicu Mauboy og fjöldinn allur af fólki í Suður-Ameríku sem leitar í gríð og erg að spænska framlaginu.

- Auglýsing -

Hin ísraelska Netta Barzilai er talin sigurstrangleg í veðbönkum, og hefur verið lengi, en hún er í fjórða sæti á þessum lista frá Google. Annars sigurstranglegur keppandi, Norðmaðurinn Alexander Rybak, er í sjötta sæti, en Frakkar ná að troða sér á milli þessara tveggja flytjenda.

Sjá einnig: Alexander Rybak heillaði Eurovision-heiminn á fyrstu æfingu.

En þetta eru ekki einu gögnin sem Google tekur saman. Leitarvélin greinir einnig hvar mestur áhugi er fyrir Eurovision út um allan heim. Þar trónir Ísland á toppnum og er langt á undan þeirri þjóð sem skipar annað sætið, sem er Kýpur. Í þriðja er Eistland, því fjórða Malta og svo er það Grikkland sem vermir fimmta sætið. Minnstur áhugi fyrir keppninni er í Brasilíu, Bandaríkjunum, Argentínu, Mexíkó og Kanada.

Í gögnunum sést einnig að áhugi fyrir Eurovision stigmagnast í maí, en mestur áhugi á keppninni samkvæmt Google var í maí árið 2014 þegar dragdrottningin Conchita Wurst færði Austurríksimönnum sigurinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -