Fimmtudagur 6. febrúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Sparkaði í dyr löggunnar og fékk gistingu – Nafnlaus farþegi og ökumaður án réttinda

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjórir menn gistu fangaklefa lögreglunnar í nótt.
Sauðdrukknu fólki var vísað út af gistiheimili. Höfðu uppi ölvunarlæti og ofstopa gagnvart starfsfólki. Lögreglan þurfti að hafa afskipti af sama manni seinna vegna framkomu hans. Hann var óvelkominn sökum hátternis og enn vísað á dyr. Maðurinn fór þá á lögreglustöðina en átti erfitt með að gera sig skiljanlegan. Lögreglan vísaði honum frá en hann lét ekki segjast. Þegar hann hóf að sparka í hurðir lögreglustöðvarinnar var honum „boðin“ gisting í fangaklefa þar til það rofar til ó höfði hans.

Lögregla hafði afskipti af ökumanni og farþega. Ökumaðurinn var undir áhrifum og réttindalaus. Farþegi í bifreiðinni neitaði að segja til nafns. Allt var þetta leyst leyst án þess að mennirnir væru læstir inni í fangaklefa.

Bifreið var ekið á ljósastaur á svæði Hafnarfjarðarlögreglu. Ökumaðurinn reyndist vera allgáður en réttindalaus. HAnn slapp án meiðsla.

Brunnlok sagt vera að fjúka í óveðrinu. Þetta var athugað.

Kópavogslögregla handtók mann vegna gruns um akstur undir áhrifum lyfja. Hann hafði ekið utan í skilti og bifreið. Hann verður einnig kærður fyrir vörslu fíkniefna og að gera ekki ráðstafanir í umferðaróhappi. Brotamaðurinn var læstur inni í fangaklefa vegna rannsóknar málsins. Hann var ómeiddur.

Heimilisofbeldi var tilkynnt tul lögreglu. Óljóst með málalok.

- Auglýsing -

Ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá reyndist hann einnig vera sviptur ökuréttindum og var svo vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar á broti á endurkomubanni.

Bifreið var óökufær eftir að henni var kið á ljósastaur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -