Karlmaður var á dögunum dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá er honum gert að greiða 39.584 krónur í sakarkostnað.
Ákærða er gefið að sök að hafa kvöldið 25. september 2020, með eftirfarandi hætti brotið gegn valdstjórninni.
Maðurinn, sem er á sextugsaldri, sparkaði í vinsti fótlegg lögreglumanns fyrir utan skemmtistaðinn Ölhúsið í Hafnarfirði. Lögreglumaðurinn, sem var þar við skyldustörf, hlaut fyrir vikið yfirborðsáverka á vinstra hné. Þá ýtti ákærði einnig við öðrum lögreglumanni með þeim afleiðngum að sá missti jafnvægið.
Maðurinn var ekki hættur heldur réðst hann einnig að fangaverði þegar farið var með hann á lögreglustöðina við Hverfisgötu og sparkaði tvisvar sinnum í fætur hans.
birt ákæra og fyrirkall.
Var hann sem fyrr segir dæmdur til 60 daga fangelsisvistar en fellur sú refsing niður nái hann að halda skilorð næstu tvö árin. Þá þarf hann að borga allan sakarkostnað, 39.584 krónur.