Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-4.7 C
Reykjavik

Spegill á samfélagið og okkur sjálf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alexandra Briem, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, segist lesa mikið af vísindaskáldskap og þá ekki hasarsins vegna þótt vissulega geti hann verið skemmtilegur heldur aðallega vegna þeirra áleitnu spurninga sem slíkar bókmenntir velta upp. Þetta séu þær bækur sem hafi yfirleitt mest áhrif á hana.

„Einn helsti styrkleiki bókmennta er að leyfa okkur að setja okkur í spor annarra og upplifa aðstæður sem eru okkur e.t.v. alla jafna framandi og vísindaskáldskapur er kannski sú bókmenntagrein sem gengur hvað lengst í því,“ útskýrir hún.

„Hann notar ýktar og jafnvel fjarstæðukenndar aðstæður til að afhjúpa siðferðisleg álitamál, aðstæður sem gegna því hlutverki að skilja hismið frá kjarnanum og er, þegar best lætur spegill á samfélagið og okkur sjálf. Fyrir mig sem lesanda er mjög mikilvægt hvernig slíkur skáldskapur fær mann oft til að hugleiða hvað sé rétt og hvað sé rangt með því að velta upp allskyns áleitnum spurningum og hvernig hann getur styrkt mann í eigin sannfæringu eða jafnvel fengið mann til að skipta algjörlega um skoðun á einhverju. Lesturinn verður þá um leið hálfgerð sjálfsskoðun mér finnst skipta máli.“

Spurð um hvaða bækur séu áhrifaríkastar nefnir hún bókaflokkinn Menningin (Culture) eftir Iain M. Banks. Hann sé efstur á lista fyrir utan dæmigerðar bækur eins og Handbók puttaferðalangsins um Vetrarbraut-ina (Hitchhikers Galaxy through the Galaxy).

„Þetta eru flóknar bækur sem lýsa samfélagi sem er svo miklu þróaðra en það sem við þekkjum að meira að segja áhöfnin á Enterprise virðist vera hálfgerðir steinaldarmenn í samanburði,“ lýsir hún.

Hvenær má svo grípa inn í náttúrulega þróun annarra samfélaga?

„Í bókunum hefur mannfólkið sest að í flennistórum hringlaga byggingum og býr við gríðarlegt sjálfstæði í einkalífinu, sem sést m.a. af því hvernig það getur skipt um kyn og aldur og jafnvel búið í algjörum sýndarveruleika á meðan nánast öllu samfélaginu er stýrt af gervigreindum, sem takmarkar aftur áhrif fólks í samfélaginu. Þarna er því verið að velta upp alls konar áhugaverðum spurningum eins og t.d. hversu réttlætanlegt það sé að setja stjórnina í hendur gervigreindar, ef það rænir okkur möguleikanum á frumkvæði og vexti?

Og ef það er þannig að fólk hefur frelsi í eigin lífi en möguleikarnir til að láta til sín taka eru fáir, er það líf þá mikils virði? Hvenær má svo grípa inn í náttúrulega þróun annarra samfélaga? Hvert er lokamarkmið siðmenningarinnar? Og svo framvegis. Þannig að bæði er verið að skoða framsæknar og jákvæðar hugmyndir í þessum bókaflokki eftir Banks en líka hætturnar sem geta fylgt þeim.“ Alexandra kveðst eindregið mæla með honum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -