Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Spice Girls ekki á leið á tónleikaferðalag

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kryddpíurnar Victoria Beckham, Melanie Brown, Emma Bunton, Geri Halliwell og Melanie Chisholm komu heldur betur sögusögnum af stað þegar Victoria deildi mynd af þeim saman á Instagram þann 2. febrúar síðastliðinn.

„Elska stelpurnar mínar!!! Svo margir kossar!!! Spennandi,“ skrifaði Victoria við myndina.

Stuttu síðar sendu Kryddpíurnar út fréttatilkynningu þar sem þær gáfu í skyn að ný tækifæri myndu banka á dyrnar í nánustu framtíð.

Love my girls!!! So many kisses!!! X Exciting x #friendshipneverends #girlpower

A post shared by Victoria Beckham (@victoriabeckham) on

Í samtali við Vogue á tískuvikunni í New York sagði fatahönnuðurinn hins vegar að það væri ekki möguleika að stöllurnar væru að koma aftur saman og ferðast um heiminn með tónlist sína.

„Ég er ekki að fara á tónleikaferðalag. Stelpurnar eru ekki að fara á tónleikaferðlag,“ sagði Victoria. Það gæti þó verið smá von fyrir aðdáendur Spice Girls að Victoria útilokaði ekki að stúlknasveitin ætti eftir að vinna meira saman í framtíðinni.

- Auglýsing -

„Það er svo margt slæmt í gangi núna og Spice Girls snerust um gleði og að fagna einstaklingnum. Ég held að það sé meira sem sveitin getur gert og þetta eru svo jákvæð skilaboð fyrir unga krakka,“ bætti Victoria við.

Spice Girls voru uppá sitt besta á tíunda áratug síðustu aldar en fóru síðast á tónleikaferðalag árið 2008 til að kynna safnplötu sína. Þær komu aftur saman árið 2012 og tróðu upp á lokaathöfn sumar Ólympíuleikanna í London.

- Auglýsing -

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -