Laugardagur 23. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Sara Dögg blæs á skýringar bæjarstjóra Garðabæjar vegna milljarðasamnings við Björgu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og komið hefur fram í fréttum Mannlífs undanfarið fékk fyrirtæki Bjargar Fenger samning frá bæjarstjórn Garðabæjar, sem er eins milljarðs virði í krónum talið. Fyrirtækið er Terra, og Björg er forseti bæjarstjórnar meirihlutans í Garðabæ sem veitti henni samninginn. Og þrátt fyrir það sem lítur út fyrir að vera augljós hagsmunatengsl verandi bæði eigandi Terru og forseti bæjarstjórnar, þvertekur hún sem og bæjarstjórinn Gunnar Einarsson að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað sem kalla mætti spillingu.

Eftir að hafa svarað ítarlegum spurningalista frá Mannlíf er ljóst að bæjarstjórinn Gunnar og Björg, sem og aðrir sem koma að meirihlutasamstarfinu, telja enga spillingu hafa verið við afgreiðslu málsins.

Eins og sjá mér hér, Garðabær þverneitar fyrir spillingu eftir milljarðasamning Bjargar: „Hagsmunatengslin voru þekkt.“

Sara Dögg Svanhildardóttir oddviti Garðabæjarlistans, sem er í minnihluta í bæjarstjórn Garðabæjar, er ekki sátt við svör bæjarstjórans.

Sara Dögg er ósátt að gerður var samningur án útboðs. Segir ósamræmi í svörum Sjálfstæðisflokks.

Hún segir í samtali við Mannlíf að „það er athyglisvert að sjá í svari Garðabæjar að talað er um að samið hafi verið við Terru á grundvelli samningskaupa, sem er bein vísun í 39. gr. laga um opinber innkaup. En í bókun meirihlutans í bæjarráði í síðustu viku er sérstaklega tekið fram að samningurinn sé undanskilinn gildissviði laga um opinber innkaup.“

Sjá einnig: Sýður upp úr í Garðabæ: „Samið án útboðs við fyrirtæki í eigu forseta bæjarstjórnar“

- Auglýsing -

Sara Dögg segir að „ósamræmið í svörum Garðabæjar kallar á enn frekari útskýringu.

Mitt mat er að meirihlutinn er kominn í algjört öngstræti með útskýringar á þessum gjörningi og ekki annað hægt en að spyrja sig hvora leiðina þau telja sig vera að fara: „Eru þau að leigja fasteign sem er undanskilin lögum eða eru þau að fylgja lögum um opinber innkaup er varðar samningskaup án undangenginnar útboðsauglýsingar, þar sem um er að ræða innkaup á verki, vöru eða þjónustu?“

Björg Fenger á stóran hlut í fyrirtækinu Terra, áður Gamaþjónustan.

- Auglýsing -

Sara Dögg nefnir að „sú tegund innkaupa er gerð í undantekningartilfellum og oft neyðartilfellum þegar til dæmis engin tilboð berast eftir útboð. Og þarfnast auglýsingar sem ekki var gert.“

Hún nefnir einnig að í svari meirihlutans sé ítrekað fjallað um áherslu á góða þjónustu þegar kemur að leikskólamálum:

Urriðaholtsskóli er bæði leik- og grunnskóli.

„Redding sem þessi getur aldrei talist til góðrar þjónustu“ og að „þegar foreldrum er gert að fara úr einu hverfinu yfir í annað með 12 mánaða gömul börn í leikskóla; tímabundið til að mæta biðinni eftir færanlegu húsunum; þau sem innritast fyrst – eða vegna biðar eftir endanlegum leikskóla sem allt of seint er farið með í framkvæmd – og mun rísa í Urriðaholtinu – þar sem leikskólinn sem þar er fyrir er löngu sprunginn. Og það er farið að þrengja verulega að grunnskólastarfi þar sem Urriðaholtsskóli er bæði leik- og grunnskóli.“

Sara Dögg segir að „það er eitt megin hlutverka sveitarfélaga að standa að þjónustu við íbúa sína. Fjölgun íbúa í Garðabæ var fyrir löngu fyrirséð; hins vegar misreiknaði meirihluti Sjálfstæðisflokksins sig í áætlunum um íbúafjölgun og því ekki getað undirbúið sig með þeim hætti að sómi sé af, og þess vegna þarf að grípa til þessa neyðarúrræðis; það er að leigja og síðan mögulega kaupa 27 færanlegar húseiningar sem tímabundið úrræði.“

Gunnar hér í félagsskap kollega síns úr Sjálfstæðisflokknum og bæjarstjóra Hafnarfjarðar, Rósu Guðbjartsdóttur.

Hún segir enn fremur að Garðabæjarlistinn hafi kallað eftir uppbyggingaráætlun síðasta haust og að brugðist yrði strax við skorti á leikskólaplássi:

„Ef það hefði verið gert þá væri Garðbær ekki að vandræðast með leigu og/eða kaupum á 27 færanlegum húseiningum þar sem lög og reglur voru og eru sniðgengin.“

Og endar á þessum orðum: „Við þurfum að standa faglega að hlutum; sjá íbúaþróun fyrir og vera tilbúin með þjónustuna sem búið er að lofa verði fyrir hendi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -