Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Spilling og afsagnir íslenskra stjórnmálamanna: Þjófnaður, misnotkun valds og siðferðisbrot

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Oft er um það rætt að íslenskir stjórnmálamenn, núverandi og fyrrverandi, komist upp með næstum hvað sem í sambanburði við nágrannalönd okkar. Þó hafa kjörnir fulltrúar okkar verið látnir taka pokann sinn öðru hvoru. Lítum á nokkur mál sem vöktu mikla athygli og enduðu í brottför viðkomandi úr embætti.

Við byrjum aftur á Jóni Baldvini, en á næstu dögum verður kveðinn upp dómur í meiðyrðarmáli vegna ásakana dóttur hans um kynferðisofbeldi.

Jón Baldvin, Magnús og áfengið

  • Árið 1988 voru Jón Baldvin og Magnús Thoroddssen,forseti Hæstaréttar, harðlega gagnrýndir fyrir að kaupa áfengi á kostnaðarverði til persónulegra nota. Magnúsi vikið úr embætti af Halldóri Ásgrímssyni þáverandi dómsmálaráðherra til bráðabirgða vegna kaupa á rúmlega 2000 flöskum. Jón Baldvin slapp við skrekkinn.
  • Árið 1994 sagði Guðmundur Árni Stefánsson af sér embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í nóvember eftir harða gagnrýni á embættisfærslur hans í skýrslu Ríkisendurskoðunar.
  • Árni Johnsen sagði af sér þingmennsku árið 2002 og var síðar dæmdur í fangelsi í framhaldinu fyrir ýmis auðgunarbrot. Honum var síðar veitt uppreist æru af staðgenglum forseta.

    Árni Johnsen
  • Þórólfur Árnason sagði af sér embætti borgarstjóra Reykjavíkur í nóvember 2004 eftir ásakanir um að hann hafi verið brotlegur í samráði olíufélaganna.

Jakkaföt Björns Inga og minnisblað Hönnu Birnu

  • Björn Ingi Hrafnsson sagði af sér sem borgarfulltrúi Framsóknarflokksins eftir ásaknir um fjárdrátt vegna jakkafatakaupa.
  • Árið 2008 sagði Bjarni Harðarson segir af sér þingmennsku vegna mistaka við sendingu á tölvupósti sem átti að vera leynilegur og nafnlaus en fór óviljandi til fjölmiðla.

    Hanna Birna Kristjánsdóttir
  • Lekamálið mikla vakti mikla athygli á árunum 2013 og 2014 en minnisblað sem innihélt bæði trúnaðarupplýsingar og ósannar sögusagnir um hælisleitandann Tony Omos var lekið af Gísla Frey Valdórssyni aðstoðarmanni Innanríkisráðherra Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Málið stóð yfir í meira en heilt ár þar til játning barst frá Gísla Frey en þá hafði ráðherra verið beitt mikilli gagnrýni fyrir afskipti af lögreglurannsókn málsins, meintar lygar í ræðustól á Alþingi og hafði hún ásakað bæði þingmenn annarra flokka og fjölmiðla sem uppruna málsins. Hanna Birna sagði af sér sem ráðherra 21. nóvember 2014 og tók Ólöf Nordal við af henni sem utanþingsráðherra.
  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér árið 2016 eftir að Wintrismálið komst í hámæli eftir viðtal við sænskan blaðamann um aflandsfélag Sigmundar og eiginkonu hans. Viðtalið fór sem eldur um heiminn og missti Sigmundur forsætisráðherrastólinn í kjölfarið.

    Sigríður Ásthildur Andersen
  • Árið 2017 voru fjölmiðlar undirlagðir út af Landsréttarmálinu svokallaða en Sigríður Ásthildur Andersen varð fyrir mikilli gagnrýni fyrir val sitt á Landsréttardómurum þar sem hún fór ekki eftir tilmælum sérstakrar dómnefndar um hæfi umsækjenda. Sigríður sagði af sér í mars sama ár. Beinn kostnaður vegna skattgreiðanda vegna málsins var tæplega 150 milljónir króna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -