Leikkonan Meghan Markle gengur að eiga Harry Bretaprins þann 19. maí næstkomandi og er mikill spenningur fyrir þessu konunglega brúðkaupi í Bretlandi.
Nú þegar er búið að fylla hillur í breskum minjagripabúðum af ýmsum varningi tengdum brúðkaupinu, svo sem viskastykkjum, borðbúnaði, sætabrauði og púðum.
Verslunin Lovehoney, sem sérhæfir sig í hjálpartækjum ástarlífsins, fer hins vegar í allt aðra átt í þessum málum. Verslunin hefur nefnilega sett á markað sprenghlægileg kynlífstæki til heiðurs Meghan og Harry.
Sjá einnig: Allt sem við vitum um konunglega brúðkaupið

Viðskiptavinir Lovehoney geta fest kaup á titrandi hring sem heitir Markle Sparkle, sem hannaður er til að líta út eins og trúlofunarhringur Meghan. Hægt er að setja hringinn á fingur sér og njóta titringsins sjálfur, eða leika við elskhuga sinn með honum.

Svo er það ástarhringur konunglega brúðkaupsins, sem er örlítið stærri enda hugsaður sem hringur sem fer á getnaðarlim. Um er að ræða hring úr sílíkoni sem titrar einnig, en á honum eru sérstakir hnúðar sem hannaðir eru til að örva snípinn í samförum.
Umbúðir tólanna eru líka sprenghlægilegar, eins og sést hér fyrir neðan:
