Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Sprenging í fjölda heimilisofbeldismála á hápunkti COVID

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra þarf að fara mörg ár aftur til að finna jafn mörg heimilisofbeldismál í einum mánuði og síðastliðinn maí. Líkt og flestir vita þá var samfélagið nær lamað þann mánuð vegna COVID og flestir eyddu miklum tíma á heimili sínu.

Í tilkynningu segir: „Frá árinu 2015 hefur aldrei verið tilkynnt um fleiri heimilisofbeldismál á landsvísu í einum mánuði en í maí 2020. Heimilisofbeldismál voru 17,6% fleiri í lok júlí (31. viku ársins 2020) miðað við sama tímabil 2019. Hlutfallið var hærra, eða 20,5% í lok júní (vika 26). Samanburður við árið 2018 (viku 31) sýnir 9,7% hækkun.“

Embætið bendir á að þessi gögn byggi einungis á þeim málum sem voru tilkynnt til lögreglu og því gætu þau verið fleiri. „Fleiri brot hafa átt sér stað í fimm af níu embættum á sama tímabili ársins 2020 heldur en á sama tíma í fyrra. Sú er raunin hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Lögreglunni á Suðurnesjum og hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, Austurlandi og Vesturlandi.

„Meðal fjöldi brota í mánuði getur verið breytilegur eftir mánuðum en yfir allt tímabilið 2018-2020 var meðaltalið 79 brot í hverjum mánuði. Þegar um er að ræða brot sem byggja á að fólk tilkynni það til lögreglu, eins og heimilisofbeldi, er ekki er hægt að vita eingöngu út frá lögreglugögnum hvort brotum sé í raun að fjölga eða hvort tilkynningum sé að fjölga.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -