Laugardagur 23. nóvember, 2024
-2.3 C
Reykjavik

Sprunga opnast á gosstöðvum – svæðið rýmt og vísindamenn funda

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Svæðinu við gosstöðvarnar hefur verið lokað vegna nýrrar sprungu sem var að opnast. Frekari upplýsingar síðar.
Svo segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum. Haraldur Haraldsson, samskiptastjóri Landsbjargar, segir að verið sé að rýma svæðið.

„Sprungan opnaðist 90-100 metra frá svæði viðbragsaðilum. Staðan er óljós núna, það er ekki vitað hversu löng eða djúp hún er né hvað er undir henni. En hún er stór.

Það þarf að rýma allt svæðið og er unnið að því. Haraldur segir það vera fyrsta verk því það sé mikið af fólki á svæðinu. „Viðbragðsaðilar þurfa að ná áttum og vísindaráðið þarf að taka stöðuna áður en unnt er að segja til um næstu skref.

Við verðum bara að þakka fyrir að hún opnaðist ekki nær fólki,“ segir Haraldur Haraldsson, samskiptastjóri Landsbjargar.

Vefmyndavél RÚV snýr að sprungunni:

Uppfært:

„Þetta er eiginlega mini-gos,“ segir Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur um sprunguna á gosstöðvum í viðtali við mbl.

- Auglýsing -

„En maður veit aldrei hvað verður, þetta er rétt að byrja. Þetta get­ur tekið sig upp,“ seg­ir Páll. Að hans mati er þessa sama sprunga og hef­ur gosið úr und­an­farna daga, hún hafi bara teygt sig til norðurs.

Páll seg­ir að sprung­an sé án efa hluti af at­b­urðarrás síðastliðna 15 mánaða en að þetta hafi allt sam­an komið þeim dá­lítið á óvart.

„Það kem­ur samt ekki á óvart að at­b­urðarás­in er ekki búin, þetta end­ar ekki með því gosi sem búið að vera í gangi. Það var al­veg ljóst frá upp­hafi. Þannig þetta kem­ur ekk­ert á óvart þannig séð en að þetta hafi farið akkúrat svona, það er kannski nýr flöt­ur á mál­inu,“ seg­ir Páll Ein­ars­son.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -