Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Spyr hvort „gjörspillt” forsætisnefnd „samtryggingar karlaklíkunnar” sætti sig við kurteist kynþáttahatur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

“Ég segi bara nei takk við þessu áliti,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, í Sprengisandi í dag vegna álits forsætisnefndar um ummæli sem Þórhildur lét falla í kjölfar upplýsinga um akstursgreiðslur til Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

„Það er ekkert inntak í því, það stenst ekki skoðun þegar kemur að siðareglunum sjálfum eða þegar forsætisnefnd sendi einhver tilmæli um að það mætti ekki skoða sannleiksgildi ummælanna minna heldur ætti bara að skoða hvernig ummælin voru sett fram,” sagði Þórhildur Sunna enn fremur. „Í staðinn fyrir að rannsaka fyllilega til dæmis akstursgreiðslur til Ásmundar Friðrikssonar að þá festa þeir sig í orðhengilshætti í mínum ummælum.” Þingkonan segir forsætisnefnd gjörspillta. „Mér finnst Alþingi í fyrsta lagi hafa sett gríðarlega niður í þessu máli.”

Þórhildur Sunna lét ummælin um Ásmund, þingmann Sjálfstæðisflokksins, falla í Silfrinu á RÚV í febrúar 2018. Þar sagði hún að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur hefði dregið sér fé í tengslum við endurgreiðslur sem hann þáði frá þinginu. Greiðslurnar voru á grundvelli akstursdagbókar hans. „Þeir taka undir álit siðanefndar að vegna þess að ég notaði orðin rökstuddur grunur að þá gefi það í skyn að þau orð hafi verið látin falla í æsingi frekar en að þau byggi á málefnalegum rökum,” sagði Þórhildur Sunna

„Ég afþakka þessa gildisdóma á mína framsetningu. Ég skil ekki hvaða leiðbeiningar ég á að taka úr þessu. Hefði ég átt að setja þetta einhvernveginn öðruvísi fram og þá hvernig? Þeir færa engin rök fyrir því hvernig ég hefði átt að setja fram þessa skoðun mína. Þeir neita að skoða hvort að eitthvað var í því sem ég var að segja.”

Í áliti forsætisnefndar segir að tilgangur siðareglnanna sé ekki að takmarka tjáningarfrelsi þingmanna. Það geti þó haft þýðingu hvernig tjáningu er komið á framfæri og við hvaða aðstæður. Skorður sem siðareglurnar setji lúti þannig ekki að efni tjáningar heldur að ytra búningi hennar, til að mynda um háttvísi og aðferð. Þá sagði Fréttablaðið að forsætisnefnd telji siðareglurnar ekki gera ráð fyrir því að nefndi leggi mat á sannleiksgildi ummæla sem koma til skoðunar vegna siðareglna.

“Ég segi bara nei takk við þessu áliti. Það er ekkert inntak í því, það stenst ekki skoðun þegar kemur að siðareglunum sjálfum eða þegar forsætisnefnd sendi einhver tilmæli um að það mætti ekki skoða sannleiksgildi ummælanna minna heldur ætti bara að skoða hvernig ummælin voru sett fram.” 

Sama forsætisnefnd og klúðraði málsmeðferð Klaustursmálsins

- Auglýsing -

„Ég skil ekki hvernig forsætisnefnd, sem vísar frá staðfestu tilviki um kynferðislega áreitni þingmanns gagnvart blaðamanni, sem vísar frá kvörtun vegna óhóflegra akstursgreiðslna Ásmundar Friðrikssonar, sem vísar frá kvörtun vegna ítrekaðra ummæla vegna Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um að það sé bara alvanalegt að karlkyns þingmenn tali jafn ógeðslega um samþingkonur sínar, konur, fatlaða og samkynhneigða og þeir félagar á Klausturbar gerðu,” sagði Sunna og bætti við: „Það sé bara ósköp venjulegt að allir karlkyns þingmenn á þingi tali bara svona, að þetta sé bara ósköp venjuleg hegðun þingmanna, þar með grafandi enn frekar undan öryggi okkar þingkvennanna um leið og við snúum við baki við öllum körlunum á þingi að þá talið þið svona um okkur. Þetta hefur hann ítrekað sagt og þessu vísar forsætisnefnd frá.”

„Þetta er sama forsætisnefnd og klúðraði að öllu leiti allri málsmelferð í Klaustursmálinu en kýs að hengja sig í einhvern orðtækishátt og gildisdóma um hvernig ég tjái mig en ekki um hvað ég segi, eða hvort að það sé satt eða logið,” sagði Sunna. „Lítur fram hjá öllum rökum um tjáningarfrelsi þingmanna og mínum skyldum til þess að tjá mig um atburði líðandi stundar. Til þess einmitt að vinna gegn spillingu og vinna fyrir því að það gildi réttarríki á Íslandi. Ég kalla þá forsætisnefnd gjörspillta af samtryggingu karlaklíkunnar sem neitar að taka afstöðu til nokkurs nema bara mína framkomu, ungrar konu í stjórnarandstöðu sem að móðgaði miðarla karl.“

„Ef að ég er kurteis kynþáttahatari, er ég þá ekki siðabrjótur?”

- Auglýsing -

Sunna sagði rökstuðning siðanefndar ekki vera í samræmi við siðareglurnar. „Í þessari grein, sem að ég er talin hafa brotið, þar er talað um að endurtekin vanvirðandi framkoma vegna kynþáttar eða kynferðis til dæmis eða vegna fötlunar get ég talið siðareglubrot. Undir það falli þetta verndarákvæði um virðingu alþingisþegn.” útskýrði hún. „Ákveði þingmaður að gera lítið úr minnihlutahópum að þá geti hann talist hafa brotið á þessu ákvæði.” 

„Ef við skoðum þetta bara rökrétt, hvernig á forsætisnefnd að geta komist að niðurstöðum að það sé siðareglubrot ef það má aldrei skoða hvort það er satt eða logið, hvort það sé innihaldið heldur bara framsetninguna? Ef að ég er kurteis kynþáttahatari, er ég þá ekki siðabrjótur? Ef að það þóknast gildismati forsætisnefndar.”

Neitaði að hafa ofrukkað þingið í fyrstu en skilaði svo peningum

Mynd: Alþingi

„Þeir þurfa ekki endilega að komast að einhverri nákvæmri niðurstöðu um hvort að Ásmundur Friðriksson hafi svikið út fé. Þeir þurfa bara skoða aðeins samhengi umræðunnar á þessum tíma, þau gögn sem fyrir lágu og þá geta þeir gefið sér að það er fullkomlega réttmætt að segja. Sérstaklega á þessum tímapunkti að það er rökstuddur grunur að hefja rannsókn á því, hvort að Ásmundur Friðriksson hafi svikið út fé. Ég var ekkert ein um þessa skoðun.”

„Ásmundur sjálfur hafði verið í Kastljósþætti tíu dögum fyrir þennan þátt og þar hafi hann gengist við því að hafa rukkað þingið fyrir sína prófkörsbaráttu, hann hafi gengist við því að hafa brotið reglur að eftir 15 þúsund km skuli taka bílaleigubíl, hann hafi í fyrstu neitað og bara þverneitað að hann hafi rukkað þingið fyrir akstur með tökufólk á vegum ÍNN en þurfti svo að játa það eftir þáttinn vegna þess að hann áttaði sig á því að hann myndi líklega ekki komast upp með það eftir að hann var beðinn um að sýna akstursbækurnar til að staðfesta þessa neitun sína.” 

„Hann skilar svo þessum peningum og það er einhvernveginn gefið mér að sekt að hann hafi skilað peningunum sem hann tók og hafði neitað fyrir að hafa tekið í upphafi og margir telja óeðlilegar.”

Rökstuddur grunur felur ekki í sér sekt

Þórhildur Sunna birti Facebook færslu síðast liðinn febrúar þar sem hún segir að viðmælendur þáttarins hefðu verið beðnir um að ræða spillingu innan hins opinbera. Með færslunni fylgir viðtalið við hana í Silfrinu. „Þetta eina skipti það sem ég talaði um að það væri rökstuddur grunur um það að Ásmundur Friðriksson hefði dregið að sér almannafé þá hefði ég átt að segja hefði svikið út almennafé. Þetta er í eina skiptið í öllum þessum þætti.” sagði Þórhildur Sunna og bætti við: „Ég held að siðanefnd og forsætisnefnd hafi ekki einu sinni haft fyrir því að horfa á [þáttinn]. Þá höfðu þeir séð að ég er ekki að segja að þessir einstaklingar eru sekir.”

Um miðjan maí síðast liðinn komst siðanefnd að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna hefði brotið siðareglur með ummælum sínum um Ásmund. Niðurstaða siðanefndar var sú að hugtakið „rökstuddur grunur” hefði sértæka lögfræðilega meiningu og vegna stöðu Þórhildar Sunnu hefði almenningur mögulega haldið að hún hefði aðgang að meiri gögnum en almenningur.

„Rökstuddur grunur þýðir bara að það eru einhver gögn til, einhver efni, einhverjar staðreyndir sem vísa til þess og sem að varpa grun að ákveðið athæfi hafa átt sér stað. Það felur ekki í sér sekt.” Þórhildur Sunna benti fjölmiðlum á að fá skilgreiningu á orðatiltækinu hjá lögfræðingi. „Einhverja lögfræðinga sem eru ekki þingmenn Sjálfstæðisflokksins, vinsamlegast.”

Akstursbækur Ásmundar höfðu verið í umræðunni

„Ég var ekki ein um þessa skoðun á þessum tíma. Jón Þór Ólafsson, sérfræðingur í vegsrétti, var nýbúinn að vera í ítarlegu viðtali þar sem hann fór yfir það rökrétt, lið fyrir lið, hvernig rangar skráningar í akstursbækur gætu talist fjársvik.” Þórhildur Sunna bendir á leiðara sem ritsjóri Kjarnarns skrifaði stuttu fyrir þáttinn umrædda: „Þórður Snær Júlíusson skrifaði leiðara í Kjarnann sex dögum fyrir þennan þátt þar sem hann talaði um að það væri rökstuddur grunur til að hefja rannsókn á því hvort Ásmundur Friðriksson hefði svikið út fé.”

„Það eina sem hefur breyst í minni afstöðu er það að ég er orðin ennþá sterkari í þeirri trú minni og þeim skilaboðum sem ég var að koma á framfæri: Það gildir eitt sett af reglum um elítuna í þessu þjóðfélagi og annað um almenning.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -