Miðvikudagur 27. nóvember, 2024
3.2 C
Reykjavik

Staðan ekki eins slæm og óttast var

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýjustu tölur um atvinnuleysi sýna að spár um stóraukið atvinnuleysi séu ekki að raungerast. Þvert á móti hefur atvinnuleysi minnkað.

Með gjaldþroti WOW og samdrætti í ferðaþjónustu birtu greiningaraðilar spár um að atvinnuleysi myndi aukast all verulega þegar líða tæki á ári. Nýjustu tölur Hagstofunnar benda hins vegar til þess að spárnar séu ekki að raungerast.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 6.800 einstaklingar skráðir atvinnulausir í júní sem er um það bil 6 þúsund færri en í mái. Skráð atvinnuleysi var 3,2 prósent. Vissulega eru þetta nokkuð hærri tölur en í upphafi árs en svo virðist sem aukning atvinnleysis hafi stöðvast, í bili hið minnsta. Í greiningu hagfræðideildar Landsbankans segir:

„Í vor var reiknað með að atvinnuleysi myndi aukast eftir því sem liði á árið og staða á vinnumarkaði versna. Nýjustu tölur Hagstofunnar benda ekki til þess að þessar spár séu að raungerast. Þvert á móti hefur atvinnuleysið minnkað, í bili að minnsta kosti,og vinnuaflsnotkun heldur áfram að aukast.“

Þar kemur jafnframt fram að atvinnuleysi hafi komið verst niður á Suðurnesjum. Skráð atvinnuleysi þar er nú 6,3 prósent.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -