Laugardagur 18. janúar, 2025
1.1 C
Reykjavik

Staðan sem er uppi í Landsréttarmálinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm í Landsréttarmálinu svokallaða þann 12. mars. Þetta er staðan sem er uppi.

Landsréttur liggur niðri

Landsréttur lagði niður störf um leið og niðurstaða Mannréttindadómstólsins varð ljós. Til viðbótar því máli sem nú þegar hefur verið dæmt í bíða 11 sambærileg mál úrlausnar fyrir dómstólnum. Það eru mál sem öll voru á borði þeirra fjögurra dómara sem ekki voru á meðal 15 hæfustu umsækjendanna.

Vilja fresta afplánun

Frá því Landsréttur tók til starfa í ársbyrjun 2018 hafa 832 mál verið afgreidd í Landsrétti. Einungis þau mál sem umræddir fjórir dómarar komu að eru vafa undirorpnir en nú þegar hafa borist beiðnir til Fangelsismálastofnunar um frestun afplánunar.

Hæstiréttur bregst við

Hæstiréttur Íslands brást við dómnum með því að spyrja alla aðila þeirra mála sem tek­in voru fyr­ir af ein­hverj­um þeirra fjög­urra dóm­ara sem voru ekki á 15 manna listanum hvort þeir muni í ljósi dóms Mannréttindadómstólsins fara fram á að dóm­ur Lands­rétt­ar verði ómerkt­ur.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Sigríður stígur tímabundið til hliðar – Dómi MDE verður áfrýjað

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -