Staðfestum smitum vegna COVID-19 fjölgaði um 32 síðasta sólarhring, staðfest smit eru alls 1648 hér á landi. 42 eru á sjúkrahúsi og ellefu á gjörgæslu.
688 manns er batnað af COVID-19, 3.940 manns eru í sóttkví og 954 í einangrun.14.422 hafa lokið sóttkví. Sýni sem hafa verið tekin eru orðin 32.623 talsins. Sex dauðsföll hafa orðið vegna kórónuveirunnar
Daglegur upplýsingafundur almannavarna og landlæknis fer nú fram þar sem farið verður yfir stöðu mála í sambandi við faraldurinn og farið yfir aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála og gestir fundarins eru Páll Matthíasson forstjóri Landspítala og Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.