Fjöldi staðfestra COVID-19 smita á heimsvísu er kominn yfir milljón. Fjöldi smita er 1.016.534 nánar tiltekið samkvæmt korti Johns Hopkins háskólans.
Dauðsföll eru þá komin upp í 53.164, flest á Ítalíu eða 13.915.
Þeir sem hafa náð bata eftir smit eru 211.856 talsins.
Ástandið í Bandaríkjunum er verst þessa stundina hvað fjölda staðfestra smita varðar en 245.573 hafa greinst með COVID-19. Rúmlega 6.000 hafa látist af völdum sjúkdómsins þar í landi. Efnahagslífið hefur einnig orðið fyrir miklu höggi í Bandaríkjunum vegna veirunnar en 6,6 milljónir Bandaríkjamanna skráðu sig á atvinnuleysisbætur í síðustu viku.
Staðfest smit fóru upp í 1.319 í gær á Íslandi. Þeim sem hefur batnað eftir að hafa smitast eru 284 talsins hér á landi.